Rakel bloggar

 

Breytingar

Þeir sem þekkja mig vita að ég er ekki mikið fyrir að breyta til. Ég kaupi mér húsgögn...... og á þau lengi (alltaf?), ég kaupi mér föt og nota þau lengi (finnst mér), ég kaupi mér bíl og keyri hann út, ég fékk kennarastöðu þarna um árið og starfa enn á sama stað, fleiri hús ætla ég helst ekki að kaupa mér....allt of mikið umstang að flytja!

Ég er búin að sitja á mér í heila viku að blogga um nýju klippinguna. Datt einhverjum í hug að ég yrði ánægð með svo drastískar breytingar??????

Ónei - þrátt fyrir mín eigin viðvörunarorð í gegnum tíðina lét ég klippa hárið í þá sídd sem ég hef í rauninni aldrei þolað! Ég gleymi þessu bara alltaf með reglulegu millibili og hársnyrtar fá líka alltaf þá hugmynd að það muni fara mér vel að líta út eins og Eiríkur Fjalar.

Nú bíð ég bara eftir að hárið síkki aftur í viðráðanlega sídd.......!

Ég segi nú bara svona af því að ég átti engin verðbréf í Glitni!


Leggja or belg
8 hafa lagt or belg
01.10.2008 08:42:59
Fliss, Eiríkur Fjalar, hehe. Þú verður nú eiginlega að skella inn mynd. Annars get ég nú örugglega toppað þetta, ég er ekki búin að fara í klippingu síðan í júlí þannig að hárið á mér er skolvatnslitað og óviðráðanlegt ;O)

Hilsen úr nýkomnu hausti
etta lagi Áslaug Ýr belginn
01.10.2008 10:58:26
Ég reyndi að hringja í ykkur á sunnudagskvöldið, var í bænum. Ætlaði að skoða klippinguna (eða varstu ekki búin í klippingunni þá?).

Kveðja úr vetrarríkinu (allt hvítt og kartöflurnar ennþá í garðinum)
etta lagi Sverrir belginn
01.10.2008 12:19:25
Uss góða mín sko - þá er bara að taka þetta alla leið, fara aftur til klipparans og fá styttur. Eiríkur Fjalar er ekki með neinar stittur/styttur...
Hlakka allavega til að sjá þig :)
etta lagi Marta belginn
01.10.2008 20:01:44
Heyrðu, ég er nú búin að sjá þig og þú ert sko ekkert eins og Eiríkur Fjalar! Þú ert alltaf flott, enda fallegasti kennarinn í skólanum eins og vinkona okkar á skrifstofunni sagði í fyrra ;)
etta lagi Sigurrós belginn
01.10.2008 22:13:12
Kommon Rakel, hættu þessari vitleysu þú ert virkilega smart og ég er bara alveg sammála Sigurrósu hér að ofan ... og konunni á skrifstofunni þó ég þekki enga aðra kennara þarna í hlíðunum. Enda úr fallega ættleggnum á ættarmótinu ;)
etta lagi Særún belginn
06.10.2008 13:50:22
Bíddu, eru ekki allir ættleggirnir hrikalega fallegir ;)
etta lagi Bryndís belginn
12.10.2008 11:52:47
Þetta með hárið hefur alltaf verið viðkvæmt hjá þér....Ég gleymi því ekki þegar ég kom til Lillu frænku og þú sast í stiganum með límband um hausinn til að líma niður hárið því að nýja permanetti var alveg ómögulegt !!!
Það var nú ekkert þannig ástand þegar ég kom síðast til ykkar. Þú ert bara flott með nýju klippinguna. Jafnvel enn unglegri og frískari en í sumar. Þú þarft sko ekki að haf áhyggjur af útlitinu frænka mín , svo áttu líka alla þessa sætu stráka sem er svo gamann að hitta ( þar er Þrándur meðtalinn)
PS: Er Eiríkur Fjalar ekki bara orðinn töff í dag í brúna flauelisjakkanum og býr heima hjá mömmu sinni.. er ekki til fullt af þannig gæjum?

etta lagi Sigga frænka belginn
15.10.2008 19:39:54
Hallúúú!!! :) og takk fyrir síðast!
etta lagi Marta belginn