Rakel bloggar

 

Fyndið

Ég er með eindæmum ómannglögg. Þá í þeim skilningi að skilgreina til hlítar hver andlitin sem ég sé eru.

Oftast veit ég að ég hef séð viðkomandi áður - en man kannski ekki hvort ég hef sjálf talað við hann eða séð hann í fjölmiðlum. Þetta getur bæði verið óþægilegt og pínlegt! Hver vill ganga um nikkandi til stjórnmálamanna og fréttafólks eins og maður sé í þeirra innsta koppi.

En vesalings drengurinn sem var að byrja hjá okkur í 1. bekk! Í vorskólanum kannaðist ég strax við andlitið og byrjaði að staðsetja drenginn á fullu. Hverjir voru foreldrar hans og í hvaða leikskóla var hann - jú hann átti pottþétt eldri bróður í skólanum........en ekkert af þessu var rétt. Börnum finnast svona (margar) spurningar svo sem ekkert óeðlilegar!

Áðan þegar ég settist við tölvuna blasti það svo við mér.........dagatalið frá Glitni sem er búið að vera á borðinu hjá mér síðan um áramót!! Drengurinn laglegi að segja frá því hvernig heimurinn var í gamla daga!

Fyndnast af öllu er nú samt hvað heimurinn er lítill, því að á sama dagatali kannast ég við 2 önnur börn - og ég veit hvaðan!!!!!;)

 

Og svo er ég að spá í að breyta um klippingu á morgun! Hvað finnst ykkur um það?


Leggja or belg
5 hafa lagt or belg
22.09.2008 22:06:02
Bíddu nú við, ég þarf að komast að því hvaða nemanda minn þú ert að meina... er nefnilega ekki með Glitnis-dagatal svo að ég hef ekki spottað neinn út enn ;)

Varðandi klippinguna þá er alltaf gaman að breyta til :) Hlakka til að sjá hvað þú lætur gera ;) Lætur mig svo bara vita ef ég þarf að breyta bloggmyndinni þinni verulega ;) hehe
etta lagi Sigurrós belginn
23.09.2008 10:15:13
endilega breyttu til það er bara gaman.
etta lagi Særún belginn
24.09.2008 09:35:02
Mannst'ekk'eftir mér? Mikið lítur þú vel út beibí FRÁBÆRT HÁR!
etta lagi Rebekka belginn
25.09.2008 09:08:01
Held ég viti hvaða prúðhærða dreng þú ert að tala um - minns og hans voru vinir í leikskóla. Ertu kannski að spá í þannig klippingu?
etta lagi Marta belginn
26.09.2008 09:52:52
Bleeeeesssssaður
Já kannast við þetta vandamál.
Ég veit stundum ekki hvort ég hef kennt viðkomandi, þjálfað hann eða hitt hann í nýju vinnunni!
Fólk heldur kannski að ég sé svona ókurteis að heilsa ekki á förnum vegi.
etta lagi Sverrir belginn