Rakel bloggar

 

Viðhald....

......á litnum mínum á forsíðu betra.is!

Með ólíkindum hvað dagarnir fljúga áfram! Ég er alltaf á síðustu stundu með allt....flýg inn um DYRNAR í vinnunni á morgnana og sömu leið á handahlaupum rétt fyrir fjögur síðdegis - og finnst ég fá augngotur fyrir það að koma 10 mínútum of seint!

Þegar heim er komið bíða öll verkefnin þar.... tékka á heimalærdómi - sem er allt of mikil fyrir minn smekk - undirbúa mat, fylgjast með þrifum og þvotti, ef eitthvað er slakað á þar finnst mér "heimilið vera í rúst". Ekkert smá gott að unglingurinn er aftur byrjaður að tæma uppþvottavélina - þá þarf ég ekki að byrja á því þegar ég kem heim!

Svo er það leikfimin!!! Lagði mikið á mig í gær til að komast í tíma. Aron tók Elmar meira að segja með sér á æfingu til þess að ég kæmist! Sjálfsagt hef ég lagt of seint af stað, svo var árekstur á leiðinni sem tafði allt, það var ekkert stæði laust fyrir utan stöðina svo ég þurfti að leggja langt frá og hlaupa svo í rigningunni.

Þegar inn var komið gekk þvílíkt illa að loka skápnum með fötunum. Honum er læst með talnalykli og ég reyndi aftur og aftur, var farin að standa á einum fæti og halda við skápinn með hinum....þegar ég fattaði að skápurinn hlaut að vera bilaður. Þá þurfti ég að færa dótið mitt yfir í annan skáp. Þegar ég loksins kom upp var tíminn byrjaður og öll stæði tekin!!! Ég fór því á brettið sem ég kann ekkert á og studdi á vitlausan takka svo eitthvert prógram fór í gang. Þetta prógram hefur sennilega verið ætlað eldri borgurum því í hvert sinn sem ég jók hraðann hægði árans brettið snarlega á sér og hélt sínu striki! Öll hreyfing er samt betri en engin - og teygjur eru alltaf góðar!

Um kvöldið var kóræfing....ég lagði af stað á sama tíma og venjulega - en aldrei slíku vant var ekkert stæði að fá fyrir utan æfingahúsnæðið okkar. Umferðaröngþveiti myndaðist hjá okkur kórkonum og varla hægt að bakka, þvílíkt kraðak var af bílum. Seinna komumst við að því að í nágrenninu er búið að opna karlastað þar sem sennilega eru sýndir íþróttaleikir í beinni......! Vona bara að þeir verði ekki alltaf á sömu dögum og ég þarf að fá bílastæði!

Mér finnst umferðin á morgnana hafa aukist mikið síðan í fyrra. Samt hefur bensínið hækkað heilmikið og svo er mikið farið að hvetja fólk til að hjóla. Ég ætti kannski að slá tvær flugur í einu höggi - hreyfa mig með því að hjóla milli staða og sleppa við allt þetta bílavesen!

Kannski ekki! ;)


Leggja or belg
5 hafa lagt or belg
19.09.2008 09:26:24
Hreyfing er holl og frábært ef hægt er að tvinna hana inn í daglega lífið, en vegalengdirnar skipta líka máli. Ég er svo lánssöm að búa miðsvæðis og aldrei lengra en korters / 20 mín. gangur hvort sem það er vinnan - skóli - búð eða vinir.
Kíkji stundum hingað inn út frá betra.is - gangi þér vel að halda utan um alla hluti daglega lífsins: )
etta lagi Frú Sigurbjörg belginn
19.09.2008 11:37:11
Ég tek undir þér með þetta, stundum væri svo gott að búa í litlu bæjarfélagi þar sem maður væri bara 5 mínútur á milli staða og engin bílastæðavandamál ;) Og þetta með heimalærdóminn. Mín 12 ára skvísa er nú frekar sterk námslega en hún stynur hér á hverjum degi yfir lærdómnum enda finnst mér þetta alveg svakalega mikið sem hún á að gera. Hvernig fara börnin að sem eiga erfiðara með nám en hún??
etta lagi Bryndís belginn
19.09.2008 12:14:55
Ég þurfti að athuga tvisvar til að vera viss um að ég væri ekki á síðu eldri dóttur minnar, því þetta hljómar alveg eins og hún lýsir deginum hjá sér.
Kær kveðja,

etta lagi Ragna belginn
19.09.2008 20:58:35
Get staðfest það að það er gott að búa í litlu bæjarfélagi. Ég hef ekki þurft að leita að bílastæði hér á Hólmavík í nokkur ár!
Hjólið er sennilega málið í Reykjavík þegar ástandið er orðið eins og þú lýsir því, það þarf að slá margar flugur í einu höggi!
etta lagi Sverrir belginn
20.09.2008 09:14:39
Hérna virkar það að vera bara á hjóli, reyndar er allt flatt og rigningin lóðrétt en ekki lágrétt þannig.....

Hilsen
Áslaug í hjólabænum Odense
etta lagi Áslaug Ýr belginn