Rakel bloggar

 

Afmæli

Nú er hann Sölvi orðinn 9 ára!

Heil 9 ár síðan ég var að koma afleysingakennaranum mínum, henni Siggu Indriða inn í starfið áður en ég færi í fæðingarorlof. Var í vinnunni fram á síðasta dag - enda ekki von á barninu fyrr en að hálfum mánuði liðnum. Fór salíróleg að sækja Aron á leikskólann, út í Grímsbæ að kaupa fisk í matinn og svo heim. Ég hafði heyrt ótal sögur af konum sem misstu vatnið - en vissi ekki að það væri svona ótrúlega fyndið! "Ertu að pissa í þig"? spurði Aron og horfði forviða á móður sína!!

Svo kom hann - pínulítill, fíngerður og settur í hitakassa til að byrja með....en var samt alveg tilbúinn þrátt fyrir að hafa komið örlítið of snemma!

Sagan um að ég hafi misst vatnið í skólanum, gengur enn - í það minnsta að það hafi gerst á bílaplaninu! Hún er bara betri þannig!! ;)


Leggja orð í belg
6 hafa lagt orð í belg
08.09.2008 00:07:39
Til hamingju með Sölva. Ég missti vatnið líka daginn eftir síðasta vinnudag þegar ég átti Guðbjörgu, systur Sigurrósar og þá voru eftir tvær vikur sem ég ætlaði að hvíla mig og ljkúka við að gera allt klárt.
Kær kveðja,
Þetta lagði Ragna í belginn
08.09.2008 11:30:04
Núnú, til hamingju með drenginn í gær. Mín börn hafa aldrei verið neitt að flýta sér...
Þetta lagði Marta í belginn
08.09.2008 12:15:57
Innilega til hamingju með daginn í gær:)
Sjáumst í vikunni
Þetta lagði Særún í belginn
08.09.2008 17:06:23
Til hamingju með drenginn, þetta er í það minnsta mjög skemmtileg saga hver sem sannleikurinn er ;)
Þetta lagði Bryndís í belginn
08.09.2008 18:49:51
Til hamingju með stóra strákinn :)

Og já, ég heyrði söguna einmitt þannig á kennarastofunni að vatnið hefði farið á bílaplaninu og var eiginlega bara hálfsvekkt þegar ég heyrði að það hefði ekki verið alveg svo naumt ;)
Þetta lagði Sigurrós í belginn
08.09.2008 21:04:37
Eins gott að ég var ekki í vinnunni þegar sá yngsti var á leið í heiminn!! Hann kom hálfur út í lyftunni á deildinni - sællar minningar þá var ég enn með trefilinn og vettlingana - enda febrúar;)
Þetta lagði Rakel í belginn