Rakel bloggar

 

Án titils

Andleysið svífur yfir vötnum!

Er farið að vera á borði sem og í orði.

Fæ alltaf andateppu þegar ég hef ekki farið lengi í leikfimi!!

Veit ekki hvort hún stafar af kvíðanum fyrir harðsperrunum eða slæmu samviskunni. Í dag átti að vera fyrsti dagurinn í ræktinni eftir sumarfrí en þá bauðst Þrándi óvæntur laxveiðitúr sem ekki var hægt að sniðganga. Unglingurinn var með dagskrá - en passaði svo í kvöld þegar ég fór á kóræfingu.

Já nú er allt komið í gírinn - kennslan, kórinn, skólinn og leikskólinn. Á morgun fer ég í berjaferð upp að Reynisvatni...með strætó! Taugarnar eru þandar alla daga og ef það er eyða í stundaskránni notar maður hana til að æfa sig á nýju smarttöfluna í stofunni - ekkert smá flott apparat. Klukkutímarnir geta svo sannarlega flogið á meðan maður er að klóra sig fram úr verkefnagerð til að nota á töflunni, en þetta er fjári skemmtilegt!

Hef sett mig í samband við drauga fortíðarinnar. Magga vinkona fann "börnin" sem við pössuðum í Þýskalandi um árið, á facebook. Í millitíðinni eru þau nú komin yfir tvítugt og mjög sérkennilegt að skoða af þeim myndir og sjá glitta í krílin sem maður hugsaði um í heilt ár á sínum tíma. Sambandið við fjölskylduna rofnaði fljótlega eftir að ég kom heim aftur og síðan þá hafa þau flust til Sviss, foreldrarnir skilið og allt hvaðeina! Það verður gaman að heyra meira frá þeim!

 


Leggja or belg
4 hafa lagt or belg
04.09.2008 11:32:31
Guten Tag
Jiii
Heldur betur nóg að gera hjá þér elsku frænka. Mér greinilega líka því ég hef ekki tíma í að gera neitt annað en ekki neitt!!!
Ég er auðvitað að hugsa um yndislega ungann minn (og fuglagreyin) heimilið og það að komast í góðan göngutúr í blíðunni og sundferð....sem ég er bæ ðö vei á leiðinni í og ætti því ekki að vera að skrifa neitt hér (tölvan gleypir nefnilega nokkra tíma á dag hjá mér þessa dagana)

Ps...það væri gaman að fara að hittast!

etta lagi Rebekka belginn
04.09.2008 19:38:05
Andleysi án titils, það er aldeilis!
etta lagi Marta belginn
06.09.2008 10:18:37
Þýskaland
Það er greinilega nóg að gera, hvert fór Þrándur í lax?
Ætlaði hann ekki að koma til mín á svartfugl og þið með?
Ég man þegar þú komst heim frá Þýskalandi færandi hendi, ef mig minnir rétt þá gafstu okkur bræðrum sína hvor Hárþurrkuna!


etta lagi Sverrir belginn
06.09.2008 22:56:11
Úff - hvernig kemur hann svartfuglinum inn í prógrammið! Fer í hreindýrið um næstu helgi..sem er síðasta helgin sem má veiða þau. Hvenær er síðasta svartfuglshelgin?
Já hárþurrkurnar!! Gerðu gagn á sínum tíma ;)
etta lagi Rakel belginn