Rakel bloggar

 

Haustverkin

Það er búið að vera nóg að gera hjá mér síðustu daga.

Mamma og pabbi komu til okkar á síðasta fimmtudag og fóru í dag. Sverrir og Igga voru líka í bænum um síðustu helgi og komu í mat til okkar á laugardaginn. Nú svo er vinnan farin að slíta í sundur fyrir manni daginn - heldur betur mikið að gera þar þetta haustið. Undirbúningsdagarnir hafa mikið til farið í að læra á nýjan töfluútbúnað sem hefur verið settur í allar stofur í skólanum. Töflurnar eru tengdar við tölvu þannig að hægt er að vinna með þær á ótrúlega marga vegu - mjög skemmtilegt er algjör tímaþjófur ef út í það er farið. Maður verður eiginlega samt að hella sér út í þetta því allar aðrar töflur hafa verið fjarlægðar!

Við höfum líka verið dugleg í garðvinnu sl. viku. Þrándur fjarlægði rótarstofn úr einu beðinu með því að binda um hann og draga burt á Opelnum! Ég fjarlægði ljótu og leiðinlegu plönturnar og færði aðrar til að koma fyrir nýju og fínu ágræddu baunatré sem ég keypti á útsölunni í Blómaval. Nú er allt komið á sinn stað og bara eftir að sjá hvort þetta dafnar!!

Framundan er svo skólasetning hjá Sölva, Aroni og mínum nemendum á morgun. Fertugsafmæli og brúðkaup á annað kvöld.....fer reyndar bara á annan staðinn. Svo er maraþonið á laugardaginn. Sölvi fer í skemmtiskokkið  og ætlar að styrkja Parkisonsfélagið. Þrándur ætlar að hlaupa 10 kílómetra til styrktar Geðhjálp. Við Elmar hlaupum kannski næst........!


Leggja orð í belg
3 hafa lagt orð í belg
22.08.2008 09:05:55
Er hægt að græða eitthvað á þessum ágræddu baunatrjám? Kannski eins og í sögunni um Jóa og baunagrasið...
Þetta lagði Marta í belginn
22.08.2008 09:08:46
Dugleg
Mér finnst þið dugleg. Vona að þú hafir passað burknann sem þú ætlaðir að eftirláta frænku þinni....sem hefur næstum ekkert farið í garðinn sinn í sumar!
Gengur betur næst!

Þetta lagði Rebekka í belginn
22.08.2008 18:50:57
Passaði hann einmitt.....gaf hluta af honum samt - nóg eftir!
Þetta lagði Rakel í belginn