Rakel bloggar

 

Sumargírinn

Já það er allt ennþá í sumargírnum hérna í Ljósalandinu. Við erum komin heim úr árlegu sumarfríi í bústaðnum okkar í Lóni fyrir austan Hornafjörð. Mamma og pabbi heimsóttu okkur þangað um verslunarmannahelgina og að auki var tengdamamma með okkur líka. Við vorum voða dugleg að vinna í þessu fríi......elsta manni þótti nóg um! Við máluðum gluggalistana og bárum á pallinn - verkin sem verður að vinna þó maður sé þarna í fríi! Inn á milli var svo líka hægt að slappa af, fara í pottinn, gera smá handavinnu og fara í gönguferðir!

Strákarnir eru enn í knattspyrnuskólanum svo ég hef það býsna náðugt á morgnana. Kaffibollinn og Rás 1 eru órjúfanlegur hluti af þeim hluta dagsins.

Úff......strax farin að kvíða því að fara í morgunstress vetrarrútínunnar!


Leggja or belg
7 hafa lagt or belg
13.08.2008 23:45:57
Hvaða hvaða! Það verður bara gaman í skólastressinu í vetur :)
etta lagi Sigurrós belginn
13.08.2008 23:47:22
Ég er alveg sammála þér að það eru svo margir góðir viðtalsþættir í RUV á morgnanna og ekki svíkur að hafa kaffibollann við hendina. Gaman að heyra þegar unga fólkið "fílar" þetta líka.
Kær kveðja
etta lagi Ragna belginn
13.08.2008 23:47:54
Hmmm, skil núna hvað þú átt við... ætli þú sért ekki að meina morgunstressið við að koma 5 manna fjölskyldu af stað á morgnana!
En þú ert nú orðin svo fullæfð í því, það verður örugglega leikur einn ;)
etta lagi Sigurrós belginn
13.08.2008 23:49:37
Auðvitað ætlaði ég að skrifa morgnana með einu n. Eins gott að vanda sig hjá kennurunum.
etta lagi Ragna belginn
14.08.2008 10:37:09
Já stressið er nú aðallega hér heima 10 mín. fyrir brottför....þetta tekst nú alltaf, þess vegna hef ég ekki fullan skilning á því þegar nemendur koma 2 klst. of seint í skólann!

Varðandi Rás 1 þá má örugglega nota hana sem blóðþrýstingslækkandi "meðal". Ég hrökk alveg í kút þegar ég hlustaði á þul á ónefndri stöð kalla og hrópa lagakynningarnar sínar.....hrollur - hrollur!
etta lagi Rakel belginn
14.08.2008 12:30:26
Hugsa til þín
Mér líst vel á þetta hjá þér. Ég þarf að taka þetta upp bráðlega, þegar sú stutta fer að sofa skemur...þá er örugglega gott að koma fram hlusta á Rás 1 og drekka te...heldur þú að það virki ekki líka :)....og svo hugsa ég til þín í morgunstressinu.

ps... er á meðan er ekki satt!
etta lagi Rebekka belginn
14.08.2008 13:31:11
Ríkisútvarpið er líka ómissandi þegar maður er með málningarpensil í hönd hvern morgunninn á fætur öðrum. Kvíði því líka óskaplega að þurfa að vekja 6 ára Stubb í skólann, nógu erfitt að koma honum út fyrir 9 á handboltanámskeið...
etta lagi Marta belginn