Rakel bloggar

 

Verslunarfer

Ef maður á bara stráka gæti maður hæglega sleppt því að fara með þá í verslanir fyrstu 13 árin. Fyrst af því að maður vill sleppa við það sjálfur og síðar af því að þeir vilja sleppa við það.

Ef versla þarf föt hef ég fengið að heyra "geturðu ekki bara valið þau sjálf"......jafnvel þó að fötin séu á þá!

Í dag tók ég unglinginn með mér í Kringluna til að athuga útsölurnar. Ég mátti lítið segja, ekki biðja um aðstoð og ekki lyfta of mörgum flíkum á loft. Honum finnst óþolandi þegar búðarfólkið byrjar að aðstoða......þá er eins og maður verði að kaupa eða opinbera sína skoðun - sem er það hræðilegasta!

Við lentum á góðum gaurum og fengum alla þá aðstoð sem við vildum. Maður fer aftur í búðir sem sinna manni vel. Síðast þegar ég keypti föt "sjálf" á unglinginn þá hoppaði afgreiðslustrákurinn sjálfur í allar flíkurnar til að hjálpa mér að finna réttu stærðina!

Þarna eru unglingarnir á heimavelli - ekki í ungbarnaverslunum og því síður í Húsasmiðjunni!

 

ps. Skelltum okkur svo á eina Bjorkvin peysu í lokin......betra að lúkka vel í unglingadeildinni!


Leggja or belg
5 hafa lagt or belg
28.07.2008 22:57:06
Njahh.. minn hefur n ansi miklar skoanir ftum a hann s bara sex ra.
etta lagi Marta belginn
28.07.2008 23:28:12
Mn bara alltaf bum enda veri dag til ess, a var reyndar fnt lka a labba niur Laugaveginn en a geri g. Svo verur ekkert meira af bum enda hitabylgja framundan. Ga fer austur og hafu a gott slotinu me fnu bamottuna ;)s
etta lagi Srn belginn
28.07.2008 23:54:28
Eins og sannri unglingsstlku smir var g alltaf til fataleiangra me mmmu (a voru (og eru) bara skbirnar sem mr leiast!).
Hins vegar gat g ori alveg galin egar mir mn byrjai a kkja inn mtunarklefann til a g hvernig passai og g ekki tilbin! var g viss um a ALLIR binni myndi sj inn klefann um lei ;)
urfti svo a passa mig a f ekki hlturskast egar g var vitni a nkvmlega annig atviki fyrra, .e. unglingsstlku a "snappa" mmmu sna fyrir a vera a kkja of snemma inn mtunarklefann...
etta lagi Sigurrs belginn
29.07.2008 01:01:04
J og svo skiljum vi mmmurnar bara ekkert essu llusaman ar sem okkur finnst vi bara flottastar ;)
etta lagi Rakel belginn
30.07.2008 19:27:04
g ver bara a segja sguna af henni Hrpu vinkonu minni: hn var me 14 ra son sinn b a kaupa buxur hann, au fundu einar sem honum fannst OK og var sendur inn mtunnar klefa til a mta.
Harpa bei og bei og bei.. fannst hann dlti lengi, svo hn kkir inn klefann og spyr hvernig gangi. Drengurinn situr ar stl og spyr: hva g a gera?
g hl alltaf jafn miki egar g hugsa um etta.
etta lagi Olga belginn