Rakel bloggar

 

Góðu vön

Ég er ekki ein um að vera góðu vön hér fyrir sunnan! Örlítill vindur, sólarleysi og súld varð til þess að mér fannst vera komið haust í bænum! Eftir að hafa fylgst með fyrsta leik Arons og félaga á Rey Cup mótinu á móti Skagamönnum (2-2) dreif ég mig heim og hringdi í Særúnu frænku sem ég vissi að var í fríi og bauð henni með í Ikea.

Þar er allt á gamla verðinu ennþá og við keyptum okkur m.a. gamaldags pönnukökudiska (getum notað þá undir osta líka...) ásamt öðrum bráðnauðsynlegum óþarfa. Þar sem við vorum nálægt Hafnarfirði hringdum við í Edith sem er líka í fríi og snöpuðum okkur kaffisopa. Þar hittum við á allar systurnar á einu bretti, Edith, Önnu og Búbbu- ég hef ekki séð Búbbu í mörg ár en hún er hér á landinu með fjölskylduna í fríi.

Það rættist því úr deginum....væri nú samt gaman að vera fyrir norðan í 20 stiga hita og ........!


Leggja orð í belg
1 hefur lagt orð í belg
26.07.2008 19:29:42
Hefði gjarnan verið með ykkur, Önnu, Búbbu og Edith, og auðvitað þér Rakel
Þetta lagði olga í belginn