Rakel bloggar

 

Vaaáá!

Það slagar hátt í mánuð þetta bloggleysi! Og þar sem rignir látlaust þessa dagana þá fara fingurnir að leita á lyklaborðið.

Ég ætla nú ekki beinlínis að uppfæra síðustu vikur. Við höfum haft það mjög gott, heimsóttum Friðgeir og Ingu í bústað á Flúðum, fórum á Sandaradaga á Hellissandi (og Rifi..), ættarmót á Reykhólum (sem Særún frænka bloggar um á sinni síðu...:) - allt meira og minna í góðu veðri (ef frá er talin helgin á Rifi). Ferðatöskur og svefnpokar hafa því mikið verið uppi við - auk bútasaums húsfreyjunnar sem á sinn stað í ellihorninu á stofunni. Þrándur hefur verið duglegur að mála gluggalista og svalahurðir auk þess sem handriðið er á leiðinni á svalirnar aftur eftir tveggja ára fjarveru....!

Í gær átti húsbóndinn 40 ára afmæli án þess að gera stórmál úr. Við færðum honum armbandsúr sem hann var hæstánægður með, tengdaforeldrarnir gáfu honum borvél, Ásgeir bróðir hans og Gerða komu í heimsókn með rauðvínsflösku og mynd sem Ásgeir málaði af æskustöðvum þeirra og Glitnir sendi honum matreiðslubók með pósti í gærkvöldi!! Við bökuðum hollustumuffins og skelltum í ávaxtamarensköku - namminamm!

Í morgun gerðist svo hið ótrúlega að bæði ég og Aron klikkuðum á vekjurunum okkar þannig að við sváfum til 10:30!! Það kom svo sem ekki að sök þar sem við erum þannig séð laus við.........en ó mæ god (ala Ásl.Ýr) hvað ég er búin að hafa það gott í sumar!! Mín heilaga stund með kaffibollanum og Rás 1 fór fyrir bí. Engin morgunleikfimi eða þögul stund, Elmar Logi límdur við móður sína með hendurnar á Morgunblaðinu í miðjum lestri "er þessi dauður", "má ég sjá snigilinn", bíddu er þetta fótboltamaður".......!

Ég var þögninni fegin þegar þeir fóru á æfingu núna eftir hádegið. Elmar samlagast lítið sínum jafnöldrum sem eru í stórfiskaleik í Víkinni heldur telur sig betur eiga heima í liði 6. flokks, þeirra sem eru að verða 9 ára..... og mætir með bróður sínum á þær æfingar;)

Ég er búin að panta mér tíma í andlitsbað á morgun!


Leggja or belg
1 hefur lagt or belg
22.07.2008 23:04:54
Takk fyrir síðast og til hamingju með afmælið!
etta lagi Nína belginn