Rakel bloggar

 

Ein í Reykjavík

Ótrúlegt að vera í Reykjavík um helgi að sumarlagi!

Það er sko ekki verið að grilla í hverjum garði í sólinni sem er búin að vera á svæðinu síðustu daga! Ónei, hverfið er eins og svefnbær! Reyndar er fólk í næsta raðhúsi við okkur en alli hinir eru í fríi og það hefur ekki heyrst í neinum nema Elmari í eins kílómetra radíus í dag!

Við eyddum deginum á pallinum og í garðinum. Fórum aðeins til ömmu Þuru og fórum með hana í plöntusöluna Storð. Þar keyptum við blóm í garðinn og settum Snædrífur í hengipottana. Ekki seinna vænna áður en júlí gengur í garð!

Vona sannarlega að veðrið leiki svona við Olgu og Alexöndru sem koma til landsins í næstu viku!  


Leggja or belg
2 hafa lagt or belg
29.06.2008 12:39:49
Þið voruð hreint ekki ein í Reykjavík í gær. Við, þ.e. afkomendur Hafsteins, vorum flest við brúðkaup í gær. Jón Hafsteinn Guðmundsson og Guðný Einarsdóttir giftu sig og þar var flott athöfn og veisla með lúðraþyt og söng.
Svo ekki sé nú talað um allan skarann í Laugardalnum.
Sjáumst bráðum!
etta lagi Nína belginn
21.07.2008 12:51:40
hvað er þetta þykist mín vera í bloggfríi??? Til hamingju með kallinn;)
Sjáumst
etta lagi Særún belginn