Rakel bloggar

 

N√°ttfatadagur

Við kennararnir í mínum árgangi höfum verið að hvetja börnin til að hegða sér skikkanlega, með því að láta þau vinna sér inn ákveðinn fjölda af einhverslags fígúrurum. Þetta höfum við gert nokkrum sinnum og höfum t.d. safnað brosandi stjörnum, strumpum, fólki af mismunandi þjóðerni, og nú síðast dýrum.

Það er svo ákveðin umbun eftir hverja lotu og núna höfðum við komið okkur saman um að hafa bíódag, þar sem allir yrðu á náttfötunum í skólanum. Nánast allir tóku þátt í fjörinu (þeir sem ekki komu í náttfötum reyndu að telja okkur trú um að þeir svæfu naktir.....þeir eru í 3. bekk!!).

Reyndar runnu á mig tvær grímur í gær þegar ég uppgötvaði að ég hafði líka verið búin að ákveða að taka bekkjarmynd í dag.

Hvað með það - bekkjarmyndin verður bara svolítið öðruvísi í ár!!!


Leggja orū Ū belg
1 hefur lagt orū Ū belg
01.06.2006 21:03:07
En kr√ļttlegt allir √° n√°ttf√∂tunum √° myndinni?
řetta lagūi S√¶r√ļn Ū belginn