Rakel bloggar

 

...heppnaðist vel!

Ekki er hægt annað en að vera bara ánægður með fyrstu útilegu ársins - þegar veðrið leikur svona við mann.

Þetta er svona svipað og að allir staðir á landinu eru fallegir í góðu veðri. Keyri maður um lítil þorp úti á landi í þoku og rigningu fer hins vegar um mann kvíðahrollur. Ef það er gott veður þegar maður fer heim úr útilegunni, langar mann að fara aftur!

Ég hef sjaldan eða aldrei gist á sérútbúnu tjaldstæði fyrr en núna. Aðstaða til að vaska upp - bursti og uppþvottalögur á staðnum. Þvottavél og þurrkari fyrir þá sem eru á lengra ferðalagi. Salernin eru upphituð með heitu og köldu vatni í krönum. Sturta á staðnum ....... legg ekki meira á ykkur. Okkur fannst þetta hreinlega vera spa!

Annars er ég bara farin að tengja þetta tjaldvagninum okkar! Við höfum bara tjaldað honum í svona veðri ;)

Á morgun kemur svo í ljós hvað daman í Þorlákshöfn á að heita.........spennandi!


Leggja or belg
2 hafa lagt or belg
22.06.2008 21:09:55
Það er náttúrlega ekkert skemmtilegra en að vera í útilegum í góðu veðri. Mér finnst reyndar ekki svo spennandi að tjalda í roki og 7 gráðum og var afar fegin að vera bara í góðu húsi hjá frænku í Hólminum í sl viku. En nú er það ræktin er það ekki???? Á að skrópa á mánudag eða??? Ég er meira að segja að splæsa á mig einhverjum flottheitum á snyrtistofunni líka!!! Sjáumst
etta lagi Særún belginn
22.06.2008 23:07:09
Ættarmót framundan. Þá þarf tjaldvagn og gott veður. Við teljum Rússa sigurstranglegasta, en áfram Tyrkland!
etta lagi GHF belginn