Rakel bloggar

 

Þjóðhátíðarheimsóknin..viðbót

Ég hef áður lýst óbeit minni á samkomum þar sem auglýstar eru blöðrur og andlitsmálning fyrir börn! Það hefur einfaldlega aldrei virkað vel á mín börn. Þar eru biðraðir og leiðindi - helst að fara á staði eins og Hólmavík til að sleppa við þær! ( Sverrir hélt reyndar að Ásbjörn hefði látið málað sig sem vampíru þegar hann var að leika ísbjörn)!!

Það var því ekki inni í myndinni að fara í neinn miðbæ á Reykjavíkursvæðinu til að fagna þjóðhátíðardeginum í dag!

Við ákváðum hins vegar að kíkja á Þorlákshafnarfjölskylduna og skoða nýju frænku sem er orðin 6 vikna án þess að ég hafi fengið að knúsa hana! Hún hefur ekki verið nefnd ennþá - skírnin verður á næsta mánudag og vitiði hvað ....... ég fæ að vera skírnarvottur! Mér ber að sjá til þess að hún fái kristilegt uppeldi í framtíðinni - presturinn sem gifti okkur Þránd mun minnast á það enda sá sami og mun sjá um skírn dömunnar!

Gaman að þessu!


Leggja or belg
1 hefur lagt or belg
18.06.2008 00:22:46
17. á Hólmavík
Þær voru ekki langar raðirnar sem voru á fagnaðinum á Hólmavík í dag. Þó var þetta stærsta skrúðganga sem ég hef tekið þátt í hér í bæ.
Það eru náttúrulega allri velkomnir í heimsókn til okkar í sumar, erum að flytja í nýtt hús á næstu dögum!!!
etta lagi Sverrir belginn