Rakel bloggar

 

Er að pakka...

....þó aðallega í huganum. Ekkert smá mikið mál að fara með alla fjölskylduna af stað til útlanda. Þegar við ferðumst innanlands erum við á okkar fjallabíl og getum troðið öllu lauslegu ásamt sjötíu bónuspokum með mismunandi innihaldi - í allar lausar glufur í bílnum.

Núna ferðumst við með flugvél og rútu og verðum að vera skynsöm!!!!!

Vorum að finna derhúfur á liðið - erum búin að skera fjölda þeirra niður í 10 - sirka 2 á mann. Var að kíkja á stuttermabolina mína - frekar lúnir. Samt betra að taka fleiri en færri!

Minnsti maður er nánast tilbúinn - tókum allt til á hann í fyrradag. Hann er að tryllast af spenningi og telur dagana grimmt.

Ég er strax orðin þreytt!


Leggja or belg
4 hafa lagt or belg
04.06.2008 23:32:36
Þetta verður fjör, hehe. Góða ferð, hvert er annars verið að fara?
etta lagi Bryndís belginn
05.06.2008 16:06:53
Bara gaman
Þetta verður bara gaman...en eins og þú segir, er gott að vera skynsamur þegar hugað er að því hvað á að fara með!

Veit það er mikið að gera, en við erum nú að vona að þið sjáið ykkur fært að kíkja á okkur áður en þið farið...sjáðu til prinsessan verður MÁNAÐARGÖMUL þann 10.06.!


etta lagi Rebekka belginn
05.06.2008 23:32:34
Æji, geggjað að fara í svona stórfjölskylduferð. Svo eru það björtu hliðarnar; sumarfötin fyrir útlönd eru mun fyrirferðarminni heldur en "sumarfötin" fyrir Ísland.
Góða ferð ;)
etta lagi Marta belginn
06.06.2008 01:00:44
Það er Spánn sem bíður! Frænka mín í Þorlákshöfn verður orðin mannafæla þegar ég sé hana......hef bara aldrei vitað annað eins gerast, ég sem ætlaði að fá ömmufílinginn strax!!
etta lagi Rakel belginn