Rakel bloggar

 

Úff

Nú eru fyrri tónleikarnir búnir og tókust alveg bærilega. Maður er svo sem með þetta á herðunum þar til allt er yfirstaðið - og á laugardagskvöldið mun mér finnast ég vera komin í sumarfrí! :)

Þá get ég farið að kíkja á hana litlu frænku mína sem fæddist á laugardaginn - dóttir Rebekku og Reynis. Daman sú getur tæplega kallast "sú stutta" eða "lilla" því hún var heilar 17 merkur og 54 sm - og fæðingin gekk eins og í lygasögu! Ég fæ leyfi hjá foreldrunum til að setja inn mynd þegar hún fer að opna brúnu augun betur!:)

Sverrir bróðir er hjá okkur núna. Hann er á námskeiði í forgangsakstri hjá lögreglunni. Svolítið spes að vera á námskeiði í að keyra eins og vitleysingur út um allt!! :) Gefur þó góða raun að hans sögn.

Fyrsta bongó blíðan í bænum og Þrándur orðinn alveg þel - ég var hins vegar mest inni í dag!

 


Leggja or belg
2 hafa lagt or belg
17.05.2008 11:01:33
Markmiðið er að keyra ekki eins og vitleysingur út um allt.
etta lagi Sverrir belginn
18.05.2008 11:39:18
Hún er ÆÐI!
Mér líst vel á að þú farir að kom og kíkja á nýju fínu frænku, því hún er æði!
Hér gengur allt eins og best er á kosið.
Hlökkum til að sjá ykkur!
etta lagi Rebekka belginn