Rakel bloggar

 

Þingvallaferð

Við fórum í vorferð til Þingvalla með 3. bekkina í Hlíðaskóla í dag. Fengum glymrandi gott veður og góðar móttökur þar sem okkur var kynnt saga Þingvalla og umhverfi. Börnin 50 voru hin æstustu og við sem ábyrgðina bárum viti okkar fjær af hræðslu þegar lallað var um Lögbergið og sem leið liggur yfir Peningagjá. Furðulegt að enginn skuli hafa hrasað undir handriðið á brúnni þar yfir og endað með skvampi á aurahrúgunni - svo langt er á milli rimlanna!! Sem betur fer kom það ekki fyrir neinn úr okkar hópi í dag, jafnvel þótt álkur og skankar hafi verið teygðar eins langt út og taugar kennaranna leyfðu!

En mikið lifandi skelfing er þetta nú fallegur staður! Eins og einn nemandi minn orðaði það "mér finnst svo ósköp falleg svona náttúra með vatni og öndum og svona"!


Leggja or belg
1 hefur lagt or belg
30.05.2006 23:51:34
Já Þingvellir þeir standa alltaf fyrir sínu en ég þekki þessa tilfinningu því við fórum einu sinni með útskriftarhópinn okkar þangað og það er ekkert mjög notalegt að vera með fjörugan barnahóp þarna. Einhvernveginn eru hætturnar úti um allt.
etta lagi Særún belginn