Rakel bloggar

 

Búið að slá...

......þó ekki met - nema ef það er met að slá blettinn í byrjun maí! Reyndar skondið að nágranni okkar var að kaupa sér handsláttuvél og við vorum að grínast með að hann þyrfti að æfa sig meira og koma yfir til okkar líka - hann gerði sér lítið fyrir og sló blettinn og var fljótur að því!

Það er verið að gíra og græja fyrir ferðalagið - smá útúrdúr hjá Þrándi að fara að búa til þriðja ísformið þessa vikuna, bara svona af því að við áttum sv mikið af rauðum!! Nú eigum við spariís fyrir 3 matarboð.......bara enginn tími til að halda þau!

Elmar fór í óvænta næturgistingu til ömmu sinnar því hún og Ásgeir bróðir Þrándar leggja af stað austur snemma í fyrramálið og vildu aðeins losa um troðna bílinn. Við stukkum á að losna við þras og þref bróðurpart morgundagsins og sendum Elmar Loga af stað!

Nú þarf ég að sýna myndarskap og henda einhverju í töskurnar!


Leggja or belg
Enginn hefur lagt or belg!