Rakel bloggar

 

Allt að smella

Já nú er allt að smella saman - bæði fyrir austurferð og væntanlega tónleika! Við í kórnum æfðum  með hljómsveit og einsöngvara í kvöld, roknalöng æfing, en skemmtileg. Lögin breytast svolítið þegar komið er meira undirspil, verða fjörugri og það er bara gaman.

Ennþá á ég nokkra miða eftir á báða tónleikana, en mér skilst að allt sé að seljast upp! ......

Við ætlum svo að pakka niður fyrir Hafnarferð annað kvöld. Kjöt verður sett í marineringu, búið að útdeila matarinnkaupum þannig að tengdamamma sér um kaffibrauð og við um kvöldmat! :)

Svo verðum við að vera komin aftur suður um kaffileytið á annan dag hvítasunnu því þá er generalprufa í Grensáskirkju - ekki vinsælt hjá fjölskyldunni en verður örugglega voða fínt þegar upp er staðið.......að vera kominn snemma með drengina í hús.

Fossvogurinn grænkar nú með hverjum degi. Það er magnað að fylgjast með þessum breytingum á gróðrinum því ég hef hvergi séð þær svona örar! Reynitré eru farin að laufgast vel, sem og runnar.... og tún eru orðin dökkgræn.

Ég held að túnin séu ennþá hvít fyrir norðan!

Ekki spáir nú annars vel fyrir austan.......!


Leggja or belg
1 hefur lagt or belg
08.05.2008 08:04:13
Spáin er fín hérna í danmerkurhreppi, þið megið alveg koma með marinerað kjöt og bakkelsi til mín :O)

Hilsen úr sólinni
etta lagi Áslaug Ýr belginn