Rakel bloggar

 

Vori

Vorið er ekki bara annatími hjá bændum - það virðist alltaf verða það hjá okkur líka! Eftir páska hrannast upp atburðir sem eru merktir jafnóðum inn á dagatalið svo að í sumarbyrjun er það orðið útkrotað.

Ferðalagið á Höfn gekk mjög vel hjá okkur öllum. Mér leið eins og ég væri í skólaferðalagi, gisti reyndar ekki á "vistinni" heldur í heimahúsi með þjónustu. Hornfirðingar tóku frábærlega á móti kórkonum og gerðu helgina virkilega eftirminnilega með skemmtun, óvissuferð og vel skipulagðri dagskrá. Söngurinn var bara virkilega skemmtilegur - allavega fyrir okkur sem vorum að syngja....ekki meira um það að sinni!

Framundan er svo að sjá um kaffisölu á 1. maí (með kórnum), óvissuferð með Hlíðaskóla á föstudag, kaffisala á laugardag (með foreldrum úr 6. flokki Víkings), önnur austurferð um hvítasunnuna, tónleikar þann 14. og 17. maí, 20. ára stúdentsafmæli þann 24. maí.........og þá fer að styttast í skólaslit og Spánarferð!

Jahérna, ég fer að líkjast henni Særúnu frænku - kemst meira að segja ekkert í leikfimi......! Reyni að mæta í næstu viku Særún!


Leggja or belg
3 hafa lagt or belg
30.04.2008 11:06:53
Nojnoj.. bara allt a gerast? Langar a koma tnleikana 17.ma ef g ver ekki of jku af flugreytu eftir Amerkufer. Reyndar alltaf notalegt a llla vi krsng...
etta lagi Marta belginn
30.04.2008 18:38:42
J g kannast vi svona dagskr en hn er nokkurnveginn tmd hj mr. a er bkstaflega ekkert framundan hj mr, nema nttlega taka heimili gegn eftir trnina og svo auvita a mta rktina. Hlakka til a hitta ig
etta lagi Srn belginn
04.05.2008 17:39:21
Hver er a fara til Spnar? a verur komi sumar ur en veist af!! Hr er bara vinna sofa ta, enda fi g hvorki sng n leikfimi. En tel a hvoru tveggja muni vera skemmtilegt!!
:) Olga
etta lagi Olga belginn