Rakel bloggar

 

Vorið

Vorið er ekki bara annatími hjá bændum - það virðist alltaf verða það hjá okkur líka! Eftir páska hrannast upp atburðir sem eru merktir jafnóðum inn á dagatalið svo að í sumarbyrjun er það orðið útkrotað.

Ferðalagið á Höfn gekk mjög vel hjá okkur öllum. Mér leið eins og ég væri í skólaferðalagi, gisti reyndar ekki á "vistinni" heldur í heimahúsi með þjónustu. Hornfirðingar tóku frábærlega á móti kórkonum og gerðu helgina virkilega eftirminnilega með skemmtun, óvissuferð og vel skipulagðri dagskrá. Söngurinn var bara virkilega skemmtilegur - allavega fyrir okkur sem vorum að syngja....ekki meira um það að sinni!

Framundan er svo að sjá um kaffisölu á 1. maí (með kórnum), óvissuferð með Hlíðaskóla á föstudag, kaffisala á laugardag (með foreldrum úr 6. flokki Víkings), önnur austurferð um hvítasunnuna, tónleikar þann 14. og 17. maí, 20. ára stúdentsafmæli þann 24. maí.........og þá fer að styttast í skólaslit og Spánarferð!

Jahérna, ég fer að líkjast henni Særúnu frænku - kemst meira að segja ekkert í leikfimi......! Reyni að mæta í næstu viku Særún!


Leggja or belg
3 hafa lagt or belg
30.04.2008 11:06:53
Nojnoj.. bara allt að gerast? Langar að koma á tónleikana 17.maí ef ég verð ekki of þjökuð af flugþreytu eftir Ameríkuferð. Reyndar alltaf notalegt að lúlla við kórsöng...
etta lagi Marta belginn
30.04.2008 18:38:42
Já ég kannast við svona dagskrá en hún er nokkurnveginn tæmd hjá mér. Það er bókstaflega ekkert framundan hjá mér, nema náttlega taka heimilið í gegn eftir törnina og svo auðvitað að mæta í ræktina. Hlakka til að hitta þig
etta lagi Særún belginn
04.05.2008 17:39:21
Hver er að fara til Spánar? Það verður komið sumar áður en þú veist af!! Hér er bara vinna sofa éta, enda æfi ég hvorki söng né leikfimi. En tel þó að hvoru tveggja muni vera skemmtilegt!!
:) Olga
etta lagi Olga belginn