Rakel bloggar

 

Fer├░alag

Undanfarin ár hef ég ferðast meira með samstarfsfólki mínu en fjölskyldunni - allavega öll lengri ferðalög! Nú hefur kórinn bæst við og á morgun erum við að fara á kvennakóramót á Höfn í Hornafirði!

Fjölskyldan fór reyndar á undan mér og ætlar að vera í bústaðnum okkar í Lóninu - á nú samt ekki von á þeim á tónleikana sem haldnir verða á laugardaginn! Annars eru þetta hálfgerðar vinnubúðir...svona eins og nett bútasaumshelgi á Skógum - ég hef líka prófað það!

Við stoppum bæði í Vík og á Klaustri til að syngja og verðum ekki komnar til Hafnar fyrr en seint og um síðir. Þetta verður vonandi skemmtilegt og lærdómsríkt! Meira um það síðar!

Fyrir áhugasama eru tvennir vortónleikar framundan, 15. og 17. maí. Lögin eru öll að smella.....enda eins gott. Hjarta nýgræðingsins í kórnum þolir ekki mikið meiri spennu!

Svo á að syngja í hvítum fötum og það er spáð rigningu!


Leggja or­ Ý belg
1 hefur lagt or­ Ý belg
24.04.2008 21:56:10
En spennandi!
├×a├░ ver├░ur gaman a├░ heyra um k├│ram├│ti├░ eftir helgina. Vonandi skemmti├░ ├żi├░ ykkur vel a├░ syngja :)
Ůetta lag­i Sigurr├│s Ý belginn