Rakel bloggar

 

Gangur lífsins...

....hvort sem manni líkar betur eða verr! Hann Sverrir afi minn lést aðfaranótt miðvikudags eftir að hafa greinst með krabbamein í vetur. "Þið haldið auðvitað að séum eilíf" sagði amma við mig þegar við hittumst öll heima hjá þeim þar sem haldin var húskveðja áður en hann yfirgaf húsið í síðasta skiptið.

Afi var sérstakur maður, víðlesinn og fróður á mörgum sviðum. Mér fannst sem unglingi svolítið skrýtið að einhver keypti sér stærðfræðibækur ótilneyddur, en það gerði hann þegar hann var að aðstoða okkur barnabörnin í námi hér áður fyrr. Hann tók málin föstum tökum og manni datt ekki til hugar að grípa fram í þegar hann var að útskýra!

Svo veit ég ekki um neinn sem vann alla sína garðvinnu í skyrtu með axlabönd og bindi...:)

IMG_0354.JPG

 


Leggja orð í belg
3 hafa lagt orð í belg
12.04.2008 11:12:54
Yndislegar minningar til að orna sér við. Sendi þér samúðarkveðjur, það er alltaf erfitt að kveðja afa sinn...
Þetta lagði Marta í belginn
12.04.2008 21:26:58
Samúðarkveðjur
Hann afi þinn hefur greinilega verið merkilegur maður og góður við ykkur barnabörnin.
Þetta lagði Sigurrós í belginn
12.04.2008 23:48:02
Samhryggist þér, alltaf sárt að kveðja.
Þetta lagði Bryndís í belginn