Rakel bloggar

 

AĆ° loknum kosningum

Já, nú eru kosningarnar yfirstaðnar og kjánahrollstímabilið hafið, þar sem fréttamenn reyna að fletta ofan af frambjóðendum samsærisplottinu í beinni útsendingu.

Ég er nokkuð sátt - flokkurinn sem ég kaus endaði sem sigurvegari! Það segir ykkur auðvitað ekki neitt, því mér sýndust allir flokkar telja sig hafa unnið sigur. Fyrir mig er auðvitað óhugsandi að upplýsa á hvaða hátt ég er pólitískt þenkjandi  - enda er ég kennari og má því hvorki opinbera stjórnmálalegar skoðanir mínar né láta myndir af mér á heimasíður undir fyrirsögninni "starfsfólk skemmtir sér". Það væri ekki gott ef svoleiðis kæmist í rangar hendur!!!!!!!!!!!!!!!!! Spáið aðeins í þetta!


Leggja orš ķ belg
Enginn hefur lagt orš ķ belg!