Rakel bloggar

 

Afstaðið!

Jæja, þá er fermingin afstaðin - og fór í alla staði vel fram. Fermingardagurinn var bjartur og fallegur, athöfnin gekk stórátakalaust fyrir sig (eftir að Elmar Logi jafnaði sig á raddstyrk kirkjukórsins og ofurhljómi pípuorgelsins......vanur melodicu og mjóróma rödd móður sinnar hér heima).

Fermingardrengurinn fór vel með ritningarversið sitt " sælla er að gefa en þiggja" fyrir prestinn og var svo alsæll að taka á móti rausnarlegum gjöfum veislugesta okkar seinna um daginn.

Veislan gekk eins og í sögu, allir höfðu sæti og nóg að borða, aðstoðarkonur í eldhúsinu og glaður fermingardrengur - er hægt að biðja um meira!

Nú erum við reynslunni ríkari - búin að punkta hjá okkur helstu atriðin til að miðla og moða úr fyrir næstu veislu ;)

Síðustu gestirnir eru farnir - mamma og pabbi eru búin að vera fyrir sunnan síðan fyrir páska en keyrðu norður í dag. Framundan er svo hálf vinnuvika. Að vísu er einn frídagur eftir.....sem ekki er búið að kaupa af okkur kennurum - og ég ætla að njóta dagsins út í ystu æsar!

 


Leggja or belg
Enginn hefur lagt or belg!