Rakel bloggar

 

Sį mitt óvęnna....

......þar sem ég er í þann mund að detta útaf forsíðunni á betra.is, svo ég ákvað að láta frétta af mér.

Hef reyndar heyrt í óvenju mörgum ættingjum um helgina sem kemur því miður ekki til af góðu. Amma Þura var nefnilega svo óheppin að detta og fótbrjóta sig svo illa að hún liggur á sjúkrahúsi. Lærleggurinn brotnaði, nálægt mjaðmakúlunni þannig að ákveðið var að skipta um kúlu og setja gervilið. Þessi tækni er ótrúleg og þrátt fyrir kvalafulla nótt hjá þeirri gömlu er hún búin að stíga í fótinn í dag! Batinn mun hins vegar taka tíma og talið að hún muni liggja a.m.k. viku á spítalanum. Hún hringdi samt í mig seinnipartinn því hún hafði áhyggjur af því að missa af fermingunni hans Arons sem er á næsta sunnudag.

Ég bakaði nokkrar kökur í dag og skellti í frystinn. Veisluborðið er að verða nokkuð hlaðið - og búið að raða öllu upp í huganum. Nú eru praktísku atriðin í fullum gangi - hvað má gera mikið daginn áður og hvar á þá að geyma herlegheitin?! Mamma og pabbi koma á fimmtudaginn og fá því að hjálpa til við þrif og uppröðun:) Friðgeir og Inga koma líka þann dag og mikil spenna hjá þeim Sölva og Guðmundi að hittast. Svo koma Sverrir og Igga með sín börn svo öll barnabörnin verða á svæðinu! Mikið fjör í vændum!

Vikan mun fara í frekari undirbúning. Ég þarf að klára gestabókina og sækja servétturnar og sálmabókina. Dúkana þarf ég líka að ná í til Snædísar og athuga með brauðtertubrauðin. Er einhver með góða hugmynd að skreytingum á brauðtertur?

 

 


Leggja orš ķ belg
4 hafa lagt orš ķ belg
09.03.2008 22:15:09
Hingaš barst fyrir stuttu pési sem mig minnir aš hafi heitiš FERMINGAR. Žar var grein um brauštertur. Žęr gömlu voru taldar bestar. Žar voru nokkrar tillögur aš skreytingum.
Žetta lagši GHF ķ belginn
10.03.2008 08:16:04
Sęl fręnka!
Žį veistu hvern žś setur ķ brauštertuskreytingar - žarft ekki aš hafa meiri įhyggjur af žeim.
Kvešja,
Žetta lagši Nķna ķ belginn
10.03.2008 19:59:20
Bara aš muna eftir okkur sérvitru sem ekki borša sveppi og ananas!
Ha ha ha ha....
Žetta lagši Sverrir ķ belginn
10.03.2008 20:00:49
Uss Sverrir, heppinn aš vera fulloršinn! Žį mį mašur nefnilega alveg kroppa af :P
Žetta lagši Marta ķ belginn