Rakel bloggar

 

Fermingarplingarnar

Já núna tengist önnur hver hugsun fermingarundirbúningi á einn eða annan hátt enda styttist í 16. mars.

Hversu mikið mál er hægt að gera úr svona guðlegum málum!! Það er nú stóra málið!

Á að kaupa jakkaföt - þau verða að vísu aldrei notuð aftur...? Mig langar mest að kaupa töff föt sem verða notuð eitthvað - fermingardrengurinn ætlar að kanna málið hjá hinum, því hann vill ekki "skera sig úr"! (Mamma hans gerði það nú á sínum tíma og fermdist í indíánakjól þegar allir voru í köflóttum pilsum eða reiðbuxum).

Á að kaupa veitingar.....- fermingardrengurinn valdi kökuveislu.......við bökum bara sjálf með aðstoð ættingja!

Boðskort.......í gamla daga var bara hringt í fólk! Var heppin - bjó til kort á stuttum tíma og áskotnaðist fallegur pappír - gekk eins og í sögu! Var búin að fá tilboð frá prentþjónustu sem hljóðaði upp á 12.000......! Slapp vel þar! Gengur hægar að skrifa og senda.....!

Notar maður pappírsdúka eða taudúka? Eða bara hvort tveggja..?

Leigir maður stellið eða notar hitt og þetta?

Á að splæsa í 4500 króna útskorna fermingarstyttu? Mamma, hvar er mín? (Man að við Edith hlógum alltaf að munninum á fermingarstyttunum - þær voru allar svo viti sínu fjær......)!

Já þetta eru pælingar dagsins!


Leggja or belg
5 hafa lagt or belg
20.02.2008 23:56:52
g held g panti hj ykkur gullrassapappr.
etta lagi mamma belginn
21.02.2008 00:34:46
J, etta er mikill hfuverkur. Get upplst ig um a engin var styttan hj frnku hans fyrra og saknai hennar enginn. Get lka mila sm praktskum upplsingum. a komu milli 80 og 90 manns veisluna og g pantai tvr 25 manna fermingartertur en nnur hefi duga.
etta lagi Brynds belginn
21.02.2008 13:15:58
Hva er fermingarstytta? Er kerti ekki bara ng? Ekki voru prentaar servettur minni fermingu og g man ekki til a a hafi kosta varanlegt tjn. Papprsdkar eru fnir og svo m bara henda einhverju dru tjulli yfir. Bara hafa etta einfalt og gott og heimabaka!
etta lagi Marta belginn
26.02.2008 21:02:55
Hey, tkst mti syni mnum Hlaskla dag? Hann sagi a a hefu veri tvr konur, ein rauri peysu og hin svartri og r hefu ekki sagt honum hva r htu - en hann tk eftir ftunum, A true Gentleman hann sonur minn :)
etta lagi Marta belginn
26.02.2008 22:49:51
nei - hefi samt vilja f hann til mn! Fri hennar Vlu kom til mn me Slborg og Tryggvi Klemens sonur Kristnar Knts sem kenndi sklanum var lka hj mr.....hefi tt a panta inn lka!
etta lagi Rakel belginn