Rakel bloggar

 

Bśningur og meiri póstur

Já, minnsti maður er orðinn fimm ára!!

Foreldrarnir glöddu hann á afmælisdaginn með því að gefa honum Turtels búning sem var vafinn utanum ritsafnið um Emil í Kattholti.

Búningurinn vakti ómælda lukku - sem bókin mun gera síðar -  en um leið ýmis vandræði, sem við höfðum nú reyndar séð fyrir, enda þekkjum við okkar heimafólk!! Afmælisbarnið svaf í búningnum í nótt og þegar fara átti á leikskólann í morgun þurfti að beita fortölum til að fá hann úr honum. Eftir afneitun hans á foreldrum sínum og varanleg vinarslit í smástund, sætti drengurinn sig loks við að fara bara með "leiðbeiningarnar" með sér í leikskólann og skilja skjaldbökubúninginn eftir heima.

Seinna um daginn beið bréf á eldhúsborðinu...merkt okkur foreldrunum...... og minnsta manni. Hann opnaði bréfið spenntur og í því var nokkuð skemmtilegur "goggur" til að setja saman. Ég sá strax að um frumlega markaðssetningu á Ísaksskóla var að ræða, þar sem kostir skólans voru útlistaðir inni í goggnum - og minnsti neytandinn vildi ólmur prófa þetta fína dót sem hann hafði fengið í póstinum. Hann var strax ákveðinn að fara í þennan Ísaksskóla og brosti út undir eyru!

Það er samt ekkert auðvelt að vinna með gogga þegar maður er rétt orðinn fimm - pappírinn var stífur og ekkert spennandi kostir í boði í goggnum. Brosið hvarf því snögglega og hann lagðist flatur á gólfið með samanbitnar tennur og illskaðist - enda "sýndi ég honum ekki rétt hvernig átti að gera með goggnum"!!!!!!!!

Ég sá strax að hann er ekki alveg tilbúinn að fara í skóla, en hafði lúmskt gaman af að ímynda mér hvernig yrði unnið með hann í Ísaksskóla!! :)


Leggja orš ķ belg
4 hafa lagt orš ķ belg
05.02.2008 22:15:29
Žaš sįrvantar mynd hérna af 5 įra drengnum...
Žetta lagši Marta ķ belginn
06.02.2008 00:43:06
Til hamingju meš minnsta mann :)
En žaš er aldeilis aš synirnir eru umsetnir af auglżsingapósti um žessar mundir, Ķsaksskóli situr um žann minnsta og Garšheimar og fleiri einbeita sér aš fermingardrengnum. Hefur mišjumašur alveg sloppiš? Engir auglżsendur į höttunum eftir honum?
Žetta lagši Sigurrós ķ belginn
08.02.2008 21:19:20
Žrumuvešur
Heil og sęl kęra fjölskylda. Hér sit ég og les sķšuns žķna ķ žrumum og eldingum...vona samt aš vešriš verši betra į morgun svo viš komumst til aš hitta afmęlisbarniš.
Bišjum aš heilsa žangaš til!
Žetta lagši Gušmóširin ķ belginn
11.02.2008 12:01:55
Sķšbśnar afmęliskvešjur, ég trśi žvķ varla aš hann sé oršinn fimm, vorum viš ekki į ęttarmóti bara ķ fyrra og hann eins įrs??
Žetta lagši Bryndķs ķ belginn