Rakel bloggar

 

...og vikan liðin líka!

Mátti nú til með að bæta inn færslu svona af því helgin á eftir er líka liðin!!

Vikurnar líða svolítið hratt núna - senn líður að því að fermingarundirbúningur heimilisins verði á síðustu stundu! Ekki verður þá hægt að kenna þeim um sem standa að markaðssetningu þess sem oft tilheyrir veislum í tilefni ferminga, því póstur merktur okkur hjónum og oft fermingarbarninu ratar nú inn um lúguna hjá okkur vikulega. Veisluþjónustur, ljósmyndari, blómaverslanir - allir keppast um að gefa okkur afslátt ef við komum og verslum við þá!

Sá þáttur sem snýr að trúnni sjálfri er ræktaður á sunnudögum og miðvikudögum - og einskorðast við fermingarbarnið sjálft - á það ekki að vera miðpunkturinn í þessu öllu saman! :)

Helgin var svona letihelgi - of kalt til að fara út í dag! Reyndar fóru elsti og miðjumaður á stjá. Sá yngsti sagði það mér að kenna að hann hefði misst af útiveru í dag - ég var of sein að finna á hann föt! Hann taldi of mikið að klæða sig sjálfur "alla daga" jafnvel þótt 5 ára afmælisdagurinn sé á morgun!!

Reyndar er afmælisspenningurinn í hámarki - enda búið að telja dagana lengi! Við ætlum að halda upp á afmælið um næstu helgi -  á  laugardaginn og loksins núna er afmælisbarnið farið að skilja að húllumhæið verður helgina eftir sjálfan afmælisdaginn sem hann er búinn að hlakka mikið til! Þetta er nú flókið fyrir litla kolla! :)

Þá er vinnuvikan framundan með bollum, saltkjöti og búningum!


Leggja or belg
4 hafa lagt or belg
03.02.2008 22:58:49
Bestu kveðjur og hamingjuóskir til frænda sem á afmæli á morgun, 4. febrúra.
Kveðja til ykkar allra,
Nína
etta lagi JH belginn
04.02.2008 15:32:06
Til lukku með daginn, það er sko frábært að vera fimm ára, svona fyrir utan bólusetninguna sem fylgir á eftir. Núna er svo aðal málið að byrja að telja niður í sex ára afmælið :O)

Hilsen frá Odense
etta lagi Áslaug og Tinna Ýr belginn
04.02.2008 20:58:46
Sendi líka afmæliskveðju í þessu formi:). Til hamingju stóri strákur!!
etta lagi Olga belginn
04.02.2008 23:16:31
Til hamyngju með afmælið Elmar minn fimm ára, ef ættarmót verður í sumar verða frænkurnar Rakel og Áslaug Ýr að fara að leggja í næstu kríli til að mæta eins og síðast.
Þú heldur upp á afmælið á afmælinu hans Adda frænda sem verður fimmtugur.
etta lagi Guffa frænka belginn