Rakel bloggar

 

Helgin að baki!

Karlmennirnir á heimilinu voru límdir við sjónvarpsskjáinn í dag svo ég fór ein í þrjár ömmuheimsóknir.

Fyrst fór ég til ömmu Þuru og Péturs. Sat og spjallaði við þau dágóða stund á meðan amma sýndi mér allar ónotuðu jólagjafirnar sínar :) Renndi svo við hjá ömmu og afa og hitti þar frænkur og frændur á sunnudagsrúnti. Afi hafði á orði að það hefðu nú óvenjufáir litið við í dag - nennti ekki að setjast niður hjá okkur ömmu; sagðist vera leiður á að tala um prjónadót og garn! Lét sig  þó hafa það eftir smá stund!

Að lokum fór ég til ömmu drengjanna minna og náði í yngsta mann sem var búinn að vera í Gósen í heilan sólarhring. Svartur um munninn eftir sleikjóinn sem hann fékk og rétt búinn að kyngja möffinskökunni! Plampaði út á kuldaskóm sem amman hafði gefið honum og vildi helst fara strax aftur til hennar!

Óspennandi veður - vona að það skáni í nótt!


Leggja or belg
2 hafa lagt or belg
02.02.2008 18:09:35
Hvar ertu frænka??? Mættir ekki einu sinni í ræktina í gær. Brjálaður tími og harðsperrur og altt.
etta lagi Særún belginn
02.02.2008 22:49:47
Gósen er góður staður!!
etta lagi Afi belginn