Rakel bloggar

 

Hvað er ég búin að gera???

Nýlega sá ég auglýsingu í blaði um að óskað væri eftir fleiri röddum í Kvennakór Rvk. Hugsaði svolítið um að það væri nú gaman að syngja aftur í kór, en það hef ég ekki gert síðan á námsárunum. Lét svo dagana bara líða hjá þangað til ég hitti Edith vinkonu mína sem syngur í kórnum. Frétti af spennandi lögum framundan, en var ennþá efins um að rétti tíminn væri kominn!

Það endaði nú samt þannig að ég mætti á kóræfingu í kvöld! Þurfti fyrst að fara í raddpróf hjá stjórnandanum (sem keppnismaðurinn sonur minn kallaði trial og hafði mikinn áhuga hvort ég myndi standast prófið!) Ég er búin að missa af tveimur æfingum....og get nú ekki sagt að nótnalestur minn bjargi þeirri töf á einum degi!!! Sannarlega getur manni förlast á nokkrum árum þó ég voni auðvitað að sellurnar séu ennþá til staðar!

Nú vantar mig bara sárlega píanó á heimilið....er ekki viss um að melodican mín geri sama gagn! Læt hana samt duga þar til ég vinn stóra pottinn!


Leggja or belg
6 hafa lagt or belg
16.01.2008 23:29:06
til hamingju með þessa ákvörðun
þetta er svo gaman.
etta lagi mamma belginn
17.01.2008 20:50:55
Frábært nú hef ég tvöfalda ástæðu til að mæta á tónleika. Hefði bara viljað fá þig í minn kór en... Sjáumst sennilega á morgun í ræktinni.
etta lagi Særún belginn
19.01.2008 11:17:29
Úje.. treysti á að fá tilkynningu næst þegar kórinn hefur upp raust sína.
etta lagi Marta belginn
19.01.2008 21:09:44
Já og þú hefur sem sagt staðist "trialið".
Auðvitað, ertu ekki orðinn atvinnumaður í þessum söngbransa!
Hefðir þú ekki annars átt að reyna að komast í Fíladelfíukórinn, hann er alltaf í sjónvarpinu.
etta lagi Sverrir belginn
20.01.2008 18:46:30
Allavega nóg að gera!
Þetta er skemmtilegt. Alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt. Þú veist þá allvega að þú munt hafa nóg að gera!
etta lagi Rebekka belginn
20.01.2008 21:06:02
Mikið líst mér vel á þetta! Hef einmitt oft hugsað að það væri örugglega gaman að syngja í skemmtilegum kór :)
etta lagi Sigurrós belginn