Rakel bloggar

 

Nú er mál að linni

Tókum skurk í að pakka niður jólaskrautinu í kvöld. Höfðum tekið allt og flokkað um helgina. Hver flokkur skrauts á sinn sérstaka kassa, aðventudót, jólatrésdót, seríudót.....allt í réttri röð. Eigum þó enn eftir að taka seríur ú gluggum. Þetta svona silast.

Er að spá í að frysta eitthvað af konfektinu sem eftir er svo ég narti það ekki upp ( það eru þó bara flöskurnar eftir úr Nóa kassanum).

Dettur þá í hug sönn saga af frænku minni fyrir norðan sem nú er látin fyrir nokkru. Hún frysti mynd af langömmubörnunum sínum eftir jólin og það uppgötvaðist ekki fyrr en einhver ættinginn fór að spyrjast fyrir um myndina þó nokkru eftir áramótin! "Æ", sagði sú gamla, "við vorum búin að fá svo mikið af konfekti að ég tók ekki pappírinn utan af þessum heldur setti hann beint í frysti"!

Alveg met!


Leggja or belg
5 hafa lagt or belg
08.01.2008 23:02:20
Þessi saga er góð, hló mikið. Þú ert ekki eins og templarinn hann bróðir þinn. Hann drekkur ekki en klárar alltaf flöskurnar fyrst úr Nóa kössunum. Maður nær kannski eini ef maður er snöggur.
etta lagi Inga belginn
08.01.2008 23:03:08
Sendu flöskurnar norður......
etta lagi GFG belginn
08.01.2008 23:06:12
Hér eru líka kassar út um allt og auðvitað er flokkað í kassana. Mér finnst hugmyndin góð með að frysta konfektið (spurning hvort ég fer ekki bara með það í kistuna í Nökkvavoginum, þá er lengra að laumast í það og fylgst með manni í þokkabót), ég er ekki einu sinni komin á neðri hæðina í Nóakassanum og allar flöskurnar eftir. Fæ mér kannski mola fyrir svefninn en bursta svo enda fékk ég ekki tíma hjá mínum tannlækni fyrr en 7. apríl!!!
etta lagi Særún belginn
08.01.2008 23:07:32
Á ég að senda mínar líka????
etta lagi Særún belginn
09.01.2008 22:10:55
Frábær saga. Gott samt að sú gamla var ekki bara orðin svona leið á barnabörnunum eftir öll samskiptin um jólin. Flöskurnar eru bestar.. HIKK
etta lagi Marta belginn