Rakel bloggar

 

Ɠborganlegt

  Mig langaði líka til þess að gera þetta en fann ekki nógu mikið lím!

  

Límdi sig fastan við rúmið

Tíu ára gamall mexíkóskur drengur, sem vildi ekki fara í skólann eftir jólafríið, fann óvenjulega leið til að sleppa við að sækja tíma. Hann límdi sig fastan við rúmið sitt.

„Ég hélt, að ef ég væri límdur við rúmið gætu þau ekki látið mig fara í skólann, sagði drengurinn, sem heitir Diego, við AFP fréttastofuna.

„Ég vildi ekki fara í skólann, þar var svo skemmtilegt í jólafríinu. Ég mundi eftir því að mamma hafði keypt mjög sterkt lím," sagði hann.

Um var að ræða skólím og drengurinn límdi höndina á sér við höfðagaflinn, sem er úr málmi. Hann sat fastur við rúmið í tvo tíma. Móðir drengsins gat ekki losað hann og kallaði til lögreglu og bráðaliða.

Á meðan björgunarlið reyndi að losa drenginn með leysiefnum sat hann og horfði á teiknimyndir í sjónvarpinu. 

„Ég veit ekki hvað gerðist því hann er venjulega afar þægur," sagði móðir hans. Diego var sendur í skólann eftir að hann losnaði.


Leggja orš ķ belg
Enginn hefur lagt orš ķ belg!