Rakel bloggar

 

Algjört söksess!

Það kemur alltaf símtal til mín í janúar - skuggalega fljótt að liðnum jólum - þar sem ég er minnt á tannlæknatímann sem fjölskyldan á pantaðan. Við fáum svo annað svona símtal í sumarfríinu - og jafnvel þó ekkert þurfi að gera við kostar þetta nú alltaf sitt!

Konfektskánin situr nú svo fast á tönnunum eftir jólin að samviskan leyfir huganum ekki einu sinni að hvarfla að því að fækka heimsóknunum niður í eina á ári með því að sleppa janúartímanum.

Þannig að í dag stormuðum við frá Ljósalandinu, eitt af öðru og létum skoða, pússa og bursta. Við drengirnir erum í fínum málum, en Þrándur þarf að fá krónu yfir framtönn sem hann datt á þegar hann var lítill.

Uss - ekki nema 80.000. Við spurðum ekki einu sinni hvort það væri ódýrara að hafa hana lausa - grín!

 

Ég skoðaði líka nýju líkamsræktarstöðina mína í dag og fór í fyrsta tímann. Þar hitti ég Særúnu frænku en hún á þessa stöð með mér.

 Nú borga ég tvöfalt verð miðað við á gamla staðnum og fæ að skanna mig inn með fingrafari og fara í sauna með glerhurð. Seinna fæ ég svo líka að fara í heitan pott bæði úti og inni. Ég hef auk þess möguleika á að borga fyrir það að fara í tank sem er fylltur með saltvatni. Einhver fítus gerir það að verkum að eftir 50 mínútur hefur maður öðlast jafn mikla hvíld og eftir 8 tíma svefn!!! Pælið í því! Þetta er sko nútíma!

Úps! Gleymdi eitt augnablik að ævistarfið leyfir ekki svona aukamunað. Verð að láta mér nægja að taka fulla 8 tíma í þetta! :)


Leggja orğ í belg
3 hafa lagt orğ í belg
07.01.2008 23:05:53
Á Húsavík er saltvatn í sundlauginni og pottunum. Şağ er ekkert borgağ aukalega fyrir şağ. Şağ hefur engum dottiğ í hug ağ şağ væri svona mikil hvíld í saltvatninu, bara ağ şağ væri gott fyrir húğina.
Şetta lagği GHF í belginn
09.01.2008 19:40:14
80000
Şağ eru margar krónur fyrir eina!!
Lıttu á şetta sem tryggingu, synirnir kanski sleppa viğ ağ kaupa krónur şegar şeir verğa eldri. şær eru bara svo helv... dırar şessar tryggingar :)
Şetta lagği olga í belginn
09.01.2008 19:40:44
80000
Şağ eru margar krónur fyrir eina!!
Lıttu á şetta sem tryggingu, synirnir kanski sleppa viğ ağ kaupa krónur şegar şeir verğa eldri. şær eru bara svo helv... dırar şessar tryggingar :)
Şetta lagği olga í belginn