Rakel bloggar

 

Hundraasti molinn me meiru

Það þyrfti að vera svona keppni um hver fengi hundraðasta konfektmolann á heimilinu. Ég myndi örugglega vinna þá keppni þó að mitt númer í Happadrætti Háskólans sé alltaf mjög fjarri þeim sem dregin eru út mánaðarlega!

Skil eiginlega ekki þetta happadrætti - og ef marka má speki Leyndarmálsins þá gætum við nú öll lagst á eitt og varpað mínum tölum út í alheiminn svona rétt fyrir útdrátt - hugsað peningana streyma til mín og allt það - hver veit?!

Annars er nú merkilegt hvað er mikið af peningum í gangi - nú eru útsölurnar fullar og fyrir jólin voru allar búðir fullar - ja, tja!

Við ætluðum annars í bíó í dag - en þar var allt fullt líka, bara eins og á gistihúsunum í Betlehem forðum daga. Röðin í bíóinu hlykkjaðist í átt að útidyrunum og börnin grétu þegar þau voru leidd út. Þar með talinn minn minnsti maður sem kenndi mér um - ég hefði ekki keyrt nógu hratt niðureftir. Miðjumaður taldi líka að ég hefði getað sleppt sturtunni! Þar skjátlaðist honum eins og flestir vita......!

Við ætlum að gera aðra tilraun við bíóið á morgun. Kannski verð ég eins og gaurinn í auglýsingunni, spara mér aurinn fyrst ég vann ekki stóra pottinn. Hvernig spyrjið þið ykkur kannski.....jú með því að nota jólagjöfina frá fjölskyldunni í ár, sem ég læt fylgja með hér á mynd til gamans!

Já það eru ekki bara konfektmolar sem fara ofan í minn munn...................

IMG_4484.JPG

 

Já þetta tæki virkar bara ágætlega!

Til gamans læt ég fylgja með myndir af eldri drengjunum. Þeir eru svoooo góðir vinir. Þarna eru þeir að bíða eftir jólunum!

IMG_4417.JPG

Svo fóru þeir allir út með pabba sínum að búa til snjóhús á jóladag. Þeir yngri eru mikið í sísinu þessa dagana! Ekta jólaveður!

IMG_4451.JPG

 Nú er sá elsti lagstur í hitapest.....svo bræðurnir vildu ekki einu sinni sitja við hliðina á honum við matarborðið af ótta við að smitast! Sjáum nú til með það!

 Sjálf er ég að lesa Himnaríki og helvíti svo það er bara hrollur í manni!

 


Leggja or belg
6 hafa lagt or belg
29.12.2007 00:37:37
Er a lesa Guna og hef v allan skilning SS-brosi brranna. Hvaa merkilega bmynd er etta? Rallgeni er klrlega eim minnsta og mijumaur hugsar rkrtt.
etta lagi Afi Hsavk belginn
29.12.2007 19:51:33
Get sko alveg votta a poppmasknan virkar rlvel! tti svona apparat sjlf, en ar sem g voi loki alltaf uppvottavlinni, kom a v a a mynduust sprungur og svo datt loki tvennt :( Hef einmitt alvarlega veri a sp a f mr nja svona poppvl... aldrei a vita :)
etta lagi Sigurrs belginn
29.12.2007 21:50:58
i heppin a hafa jlasnj!! Annars hfum vi ekki fari r hsi san afangadag (nema t me rusli)vegna veikinda. Alexandra gat ekki tala gr vegna hsi en etta er a lagast. tlum a reyna a komast b morgun. Erum bin a panta miana netinu!!!! :)
etta lagi Olga belginn
30.12.2007 00:11:49
Klrai einmitt Himnarki fyrradag - bkin s er einmitt sttfull af konfektmolum.
etta lagi Marta belginn
30.12.2007 19:19:36

etta lagi Sverrir belginn
30.12.2007 19:21:35
Nei, etta lagi Sverrir belginn
Flottar myndir, j er sammla Elmari, fn mynd jlakort a mtti bar ftsjoppa hina me;-)
etta lagi Sverrir belginn