Rakel bloggar

 

Komin í jólafrí

Jæja þá er loksins komið að þeim tímapunkti að ævistarfið borgar sig! Nei segi bara svona! Það er allavega alltaf jafn hátíðlegt að borða jólahangikjötið í skólanum vitandi af fríinu framundan! Beint eftit hangikjötsveisluna kíktum við hjónin til Melkorku frænku Þrándar, sem var að útskrifast sem stúdent.

Að venju sit ég yfir kortunum á þessum tíma og er nýbúin að koma öllum gjöfum í póst. Ekkert af þessu má nú vera seinna....! Kortin eru kapítuli út af fyrir sig. Allar myndir látnar eiga sig og fjölskrúðugur bunki korta sendur til vina og ættingja. Einhverjir fá meira að segja glimmerkort - við erum að tala um mikið afturhvarf til fortíðar því það þarf að skrifa meira inn í svona kort sem ekki eru gerð í tölvu - sem verður fyrir vikið mun persónulegra - ekki satt! Mér hefur reyndar aldrei farist vel úr hendi að gera kort í tölvum - alltaf basl með blek og pappír - úff ég nennti þessu ekki núna! Drengirnir nenntu heldur ekki að sitja fyrir að þessu sinni svo það verður bara næst!

Nú er verið að púsla saman jólafötum, Aron keypti sér svarta skyrtu og bleikt bindi í dag - Elmar og Sölvi verða í svörtum tónum en ég á enn eftir að finna á þá buxur. Sá elsti er reyndar farinn að tala um að sig vanti Diesel gallabuxur..........það eru "allir"  í svoleiðis gallabuxum að hans sögn. Föður hans varð nú að orði hvort hann vildi þá fá svoleiðis buxur í jólagjöf frá okkur! Ég er nú ekki viss um að löngunin sé það mikil...............!

Á morgun fara síðustu kortin í póst, við bökum piparkökur síðdegis og ég á pantað á hárgreiðslustofunni í hádeginu.


Leggja or belg
3 hafa lagt or belg
21.12.2007 16:13:16
Já það er einhvern veginn alltaf allt á síðustu stundu á þessum tíma, en síðan koma jólin á endanum.

etta lagi Sverrir belginn
21.12.2007 21:42:18
Ég man þau jól, hinn milda frið,
á mínum jólakortum bið...

;)

etta lagi Sigurrós belginn
21.12.2007 23:31:36
Fyrir þá sem ekki skilja brandarann hennar Sigurrósar, þá fannst mér þessi texti allt í einu svo sniðugur og eins og talaður út úr mínu hjarta - " á mínum jólakortum bið"! En auðvitað kom svo framhaldið í næstu línu lagsins og átt var við að "biðja um" eitthvað!

Það voru víst fleiri sem höfðu misskilið textann því Bettý túlkaði orðið sem bið/töf þegar við sungum saman í skólanum.....!

Allt var þetta nú leiðrétt - en við munum alltaf hugsa um þann sem er seinn með kortin sín!!

Best að klára að skrifa......
etta lagi Rakel belginn