Rakel bloggar

 

Bśšarferš

Ég fór í Rúmfatalagerinn áðan til að kaupa mér kerti fyrir jólin (og allt hitt sem maður freistast til að kaupa þar af því að það er svo ódýrt).

Þetta er svo sem ekki í frásögur færandi nema fyrir það, að nú tekur þar á móti manni öryggisvörður þegar maður fer inn í búðina. Hann skimar þig alveg út - og ég fyllist alltaf þessari hræðilegu þjófstilfinningu fyrir vikið. Það lá við að ég labbaði með útréttar hendur um alla búðina til að hann héldi ekki að ég væri að stela!

Ég ætlaði að kaupa hvít kerti - en lét beisuð duga þar sem hin voru ekki til.

Þegar ég kom að kassanum sá ég að eitt kertið var brotið. Stúlkan sagði mér að sækja bara nýtt inn í búð!! Ég horfði í angist á öryggisvörðinn og sagði honum að ég þyrfti að ná í eitt kerti inn í búðina (45 krónur) og bað hann að geyma pokann minn á meðan (svo hann héldi nú ekki að ég myndi fylla hann á útleiðinni).

Þegar ég kom aftur að kertarekkanum sá ég að í millitíðinni var búið að fylla á hvítu kertin!

Ég labbaði til öryggisvarðarins og sagði að nú ætlaði ég að flækja málin aðeins og skipta út beislituðu kertunum í pokanum mínum fyrir hvít!

Málið var auðsótt og ég lyfti pokum á víxl þar til allt var á réttum stað - og ég og öryggisvörðurinn vorum nokkuð sátt!

Svo fór ég að spá í það hverju fólk væri að stela þarna - þar sem ódýrustu vörurnar fást!!!!

Það var annað með konuna sem var verið að dæma fyrir að stela ausum og skeiðum ýmiskonar í búð hér í bæ!

Sussususs!


Leggja orš ķ belg
4 hafa lagt orš ķ belg
30.11.2007 21:01:50
Ég er skķthrędd viš öryggisverši og hefši frekar keypt upp kertalagerinn en aš hętta mér ķ samręšur viš žį!!
Žetta lagši Marta ķ belginn
30.11.2007 21:47:15
Hvenęr stelur mašur skeiš og hvenęr selur mašur ekki skeiš?
Žaš er mįliš.
Žetta lagši GHF ķ belginn
30.11.2007 22:39:01
Ég er eins og žiš Marta, alltaf hrędd viš öryggisverši. Er lķka alltaf hrędd um aš žaš detti kannski eitthvaš ofan ķ poka hjį mér eša eitthvaš svoleišis og ég verši žjófkennd :( Var śti ķ London um helgina og viš vorum tvisvar sinnum aš skoša svona hitt og žetta ķ Boots og vorum hundeltar af öryggisvöršum bśšarinnar į mešan. Ekki žaš skemmtilegasta ;)
Žetta lagši Sigurrós ķ belginn
02.12.2007 14:19:58
Hehe, ég kannast viš žessa tilfinningu og er alltaf meš sektarsvip į andlitinu žegar ég hitti öryggisverši, tollverši og svoleišis liš žrįtt fyrir aš vera alltaf sįrasaklaus ;)
Žetta lagši Bryndķs ķ belginn