Rakel bloggar

 

Pos

Sem starfandi kennari er ég frekar lítið spennt fyrir því að taka að mér störf í foreldrafélögum sona minna. Þau eru þrjú eins og er.....og vaða ekki alltaf í viljugum foreldrum.

Þó hef ég tekið að mér bekkjarfulltrúastarf hjá báðum eldri sonunum til að friða samviskuna og prófa að vera hinum megin við borðið!

Í unglingaskólanum hjá Aroni virtist ekkert vera val um "hvort", heldur bara "hvað". Mig langaði lítið á foreldraröltið sem margir skráðu sig á - enda minn ennþá bara heima hjá sér á kvöldin, svo ég skráði mig í hóp sem hefði áhuga á að vinna með netnotkun unglinga.

Ég vissi eiginlega ekki meir fyrr en ég var boðuð á fund núna í vikunni. Það höfðu 19 skráð sig í þennan hóp og við vorum 5 sem mættum á fundinn. Skelegg kona kynnti verkefnið fyrir okkur, sem í raun snýst um að útbúa námsefni um netnotkun sem nota á í lífsleiknitímum í skólanum!!

Ég fann fyrir yfirþyrmandi kennaraþreytu í miðri kynningu - og dauðsá eftir að hafa ekki farið í foreldraröltið - en um leið kviknaði hjá mér lífsseigur kennaraáhugi þess eðlis að sennilega gætu fáir útbúið þetta námsefni jafn vel og ég!! ;)

Það er margt sem börnin þurfa að varast, umræðan um netnotkunina er sennilega svipuð og með aðrar forvarnir - hún þarf að vera sífelld! Ég lærði hins vegar eitt nýtt orð á fundinum, orð sem krakkarnir nota víst á msn þegar foreldrar eru í nánd - orðið pos (parent over shoulder)!!

Mér lék forvitni á að vita hvort minn væri að nota þetta orð í sínu spjalli, þar sem hann hefur ekki tölvu inni hjá sér og er svo sannarlega með okkur foreldrana á báðum öxlunum. Ég spurði hann hvort hann vissi hvað pos þýddi. Ha, ertu ekki að meina Porche - það er sko bílategund!

Hjúkk - þetta sleppur ennþá!


Leggja or belg
3 hafa lagt or belg
28.11.2007 22:45:52
LOL :)
etta lagi Sigurrós belginn
30.11.2007 19:14:02
Guð minn góður, ég sprakk alveg úr hlátri, snilldar unglingur á ferðinni :O)
etta lagi Áslaug Ýr belginn
12.12.2007 20:20:49
Snilld

etta lagi Sverrir belginn