Rakel bloggar

 

Jólaljósin

Þá er helgin að baki! Mikið kökuát get ég sagt ykkur. Tengdamamma átti afmæli gær og þar sem hún bauð engum þá útbjó hún fullt borðstofuborð af kræsingum - þannig að ekki sá að af hefði verið tekið, þegar 3 fjölskyldur og eitt ungt par stóð upp frá borðinu!!

Þrándur fór til fjalla þennan dag, þannig að hann heimsótti mömmu sína daginn eftir ..... og við öll með. Það var "taka tvö" í kökuátinu.

Anton, Margrét og Diljá komu til okkar í næturgistingu á laugardagskvöldið. Það var mikið fjör og spenningur hjá krökkunum að hittast. Til stendur að hitta svo krakkana hennar Rebekku sem fyrst og þá gista allir saman með tilheyrandi sprelli. Nú það bætist í hópinn með vorinu þar sem Rebekka ætlar að koma með eitt kríli fyrir okkur að knúsa í lok apríl!!!!

En að lokum - jólaljósin okkar eru komin í gluggana hjá okkur!!!!! Þetta höfum við nú aldrei gert í nóvember!!! Höfum þó hemil á okkur og ætlum ekki að kveikja á þeim fyrr en á laugardagskvöldið næsta. Þá verður jólahittingur hjá hluta af Hornafjarðarklúbbnum og við ætlum að búa til jólahlaðborð hérna heima.

Vinnuvikan framundan. Það er stafurinn B/b...........................;)


Leggja or belg
5 hafa lagt or belg
26.11.2007 21:38:48
Það á ekki að kveikja jólaljós í nóvember!!!!Það er eins og að éta kjúkling í sláturtíðinni.
etta lagi GHF belginn
26.11.2007 22:46:46
Baldur borðaði banana og brauð með berjasultu. Svo má maður bara kveikja á jólaljósunum þegar maður vill - er t.d. viss um að allir í Ameríku eru löngu búnir að kveikja á sínum.
etta lagi Marta belginn
26.11.2007 23:58:01
Haha! Enda man ég eftir þér pabbi, að baksa við þetta á Þorláksmessu! Svo vorum við öll vel vakandi í Múlanum á leið heim úr jólainnkaupaferðinni, til að sjá hvernig ljósin kæmu út í fjarska !
etta lagi Rakel belginn
27.11.2007 21:28:47
Þeir eru nú margir búnir að kveikja á jólaljósunum hérna í danmerkurhreppi, þeir sem eru frægir fyrir að spara rafmagn.
etta lagi Áslaug Ýr belginn
28.11.2007 08:18:27
Sammála fyrsta ræðumanni!
Man þá gömlu góðu daga þegar ljósin voru ekki kveikt fyrr en um jól, kannski notað gott veður síðustu helgina til að koma útiljósum upp en það þurfti ekki endilega að kveikja á þeim strax. En svo má illu venjast að gott þyki.
Kveðja norður.
etta lagi Nína belginn