Rakel bloggar

 

Helgin

Sat heima á föstudags og laugardagskvöld og horfði á sjónvarp og vann að leyndarmálsverkefninu.

Gladdist yfir því að prófa nýju gólfmoppurnar mínar.

Bakaði á sunnudag til að eiga eitthvað með kaffinu ef það kæmu gestir.

Kættist yfir þremur rjúpum sem bóndinn kom með í hús.

Já - maður eldist!


Leggja or belg
3 hafa lagt or belg
18.11.2007 22:14:48
Þú mátt ekki gera manni þetta! Ég er að farast úr forvitni!
Nú ætla ég a.m.k. að giska á að þú sért ekki að semja skáldsögu því það værir þú varla að gera fyrir framan sjónvarpið... hmmm....
etta lagi Sigurrós belginn
18.11.2007 23:07:32
Já svona byggir maður upp spennu út af hversdagslegum hlutum! Núna vinn ég að því að gera stafasögur spennandi!!

Nei Sigurrós, ef ég færi af stað með bókina yrðir þú með í ráðum - ætlaðir þú ekki að myndskreyta hana?
etta lagi Rakel belginn
20.11.2007 12:31:54
..það er ljúft að eldast. Ekki mundi ég vilja vera táningur í dag. Ónei.
etta lagi Marta belginn