Rakel bloggar

 

Nýja Ríkið

Já, þessi færsla er kannski mest ætluð pabba.

Nei, hann er ekki í vísindakirkjunni eða öðrum sértrúarsöfnuði eins og fyrirsögnin gæti bent til - heldur var verið að stækka vínbúðina á Húsavík og ég rakst á nokkrar vísur í Mogganum - sem pabbi er örugglega ekki búinn að sjá.

Við opnunina var boðið upp á kaffi og kökur - en mörgum fannst annað meðlæti meira viðeigandi! Læt tvær vísur flakka hér:

 

Efalítið eflir dáð

og allra bætir gengi.

Léleg vínbúð hefur háð

Húsvíkingum lengi.

(Hjálmar Freysteinsson)

 

Það varpar á veisluna skugga,

- svo viðruð sé gömul tugga,

að koma í búð,

fá kaffi og snúð,

með kræsingar úti í glugga.

(Hörður Björgvinsson)

 

Pabbi þú bætir svo þínum við í orðabelgnum!!


Leggja or belg
5 hafa lagt or belg
17.11.2007 16:00:43
Ég var að vísu búinn að lesa þessar vísur í morgun. Hreiðar Karlsson er mitt uppáhalsskáld en hann átti vísu í Mogganum í dag.

Í vínbúðina víst ég fer
en voða sjaldan.
Er þorstinn fer að þrengja að mér
þarf ég kaldan.
etta lagi Pabbi belginn
17.11.2007 16:58:55
Má til með að koma með eina eftir Hreiðar.
Þrálátt böl er þorstans kvöl
þeim sem vill í sukkið.
Þó er ölið öðrum böl
eftir að það er drukkið.
etta lagi pabbi belginn
17.11.2007 19:59:29
Var alveg búin að gleyma að þú lest þetta á netinu!!

Hvernig er með þína útgáfu af málinu?
etta lagi Rakel belginn
18.11.2007 18:07:40
Mín útgáfa er fyrsta vísan: Í vínbúðina víst ég fer..
En ég sé að það virðist að hún sé eftir Hreiðar.
Þess vegna kem ég með nýja.

Fékk mér af tertunni fína sneið
fannst þó nokkuð vanta á.
Af hverju var engin leið
aðeins þar að fá í tá.
etta lagi pabbi belginn
18.11.2007 23:09:34
Vissi að hún kæmi fyrir rest! Sé fyrir mér marga samanbrotna blýantsskrifaða miða.....
etta lagi Rakel belginn