Rakel bloggar

 

Andleg aušn

Ég er greinilega komin með of marga bloggara inn í minn daglega rúnt! Í það minnsta næ ég ekki að skrifa eigin færslur nema bara í huganum þessa dagana! Eftir að Áslaug frænka flutti til Danmerkur er líka auðvelt að láta hendur fallast!

 Síðan síðast er búið að vera vetrarfrí sem við eyddum í bústaðnum fyrir austan. Lágum að vísu í veikindum - ælupest og læti! Ferðin snérist minna um mat og drykk - meira um veiði og afþreyingu! Veiðin var næg og ég byrjaði að vinna að leyndarmáli eins og Særún frænka! Vonandi endist mér aldur til að sýna afraksturinn einhvertíma - Aron sonur minn efast reyndar um það!

Í millitíðinni er svo Aron orðinn táningur. Loksin kominn í hettupeysu og niðurmjóar gallabuxur! Setur huliðshjálm yfir geldolluna svo Sölvi komist ekki í hana. Það tókst ekki í afmælisveislunni þegar miðjumaður kom vel greiddur út af baðherberginu. Hann er sko að safna og þarf að halda þessu frá augunum svo hann sjái!

Aron fer í messur á sunnudögum þegar ekkert annað er í gangi, þarf að mæta í vissan fjölda vegna fermingarinnar í vor. Ég hélt að við hjónin þyrftum að mæta með honum og sagði í afsökunartón að ég myndi koma með honum á aðventunni eða þegar nær drægi jólum. NEI   hrökk út úr táningnum...!

Úff, vona bara að messan fari ekki eingöngu í að hlæja og flissa að gömlum konum með skrýtnar slæður eða köllum sem taka í nefið og syngja hátt með prestinum! Það hefði ég allavega aldrei gert!


Leggja orš ķ belg
5 hafa lagt orš ķ belg
13.11.2007 09:42:15
Į Hśsavķk heitir fermingarundirbśningurinn "prellafręši". Ég held aš hér sé lķka messukvóti.
Žetta lagši GHF ķ belginn
13.11.2007 11:05:36
Hey, žś veršur lķka aš blogga svo aš ég hafi eitthvaš aš lesa :O)

Hilsen śr gestalausa Flauelsgrasinu
Žetta lagši Įslaug Żr ķ belginn
14.11.2007 15:51:35
Mį segja frį leyndarmįlum?

Var višstödd eina messu um daginn žar sem fermingarsistkyn Arons fylgdust meš.....žó meira skondnum kalli meš sérstakt skegg, heldur en honum Prella! En žeir sem sįtu hinu megin ķ salnum voru uppteknir viš aš lżsa meš leiser į hitt og žetta. Gaman aš žessu....Aron var aš keppa ķ Vestmannaeyjum žessa helgi svo hann tók aušvitaš ekki žįtt ķ neinu žarna....og hefši örugglega ekki gert heldur ;)
Žetta lagši Rebekka ķ belginn
14.11.2007 17:48:38
Hvaš ég er fegin aš sjį lķfsmark - eina sem mašur getur fylgst meš žessum Henrķettum er ķ gegnum heimasķšurnar.. žiš Sigurrós eruš įlķka virkar og Arna bara meš myndir į sinni lęstu sķšu. Uss og uss og uss!!
Žetta lagši Marta ķ belginn
14.11.2007 22:45:03
Jį žaš er vķst ekki komin hįhrašatenging ķ sveitirnar, žannig aš žaš veršur aš bķša meš aš blogga śr bśstašnum.
Ég hef fariš ķ kirkju ķ įr, hśn Brynhildur er ķ sunnudagaskóla og er aš reyna aš męta reglulega, ég fę aš fara meš henni:-)
Žetta lagši Sverrir ķ belginn