Rakel bloggar

 

er a standa sig!

Ég hef náttúrulega engan veginn verið að standa mig í blogginu - og þar með óafvitandi stuðlað að öllu þessu óþarfa skruni hjá lesendum mínum.

Það er þó alls ekki þannig að ég sé að undirbúa jólin eins og Marta heldur - enda byrja þau í Ikea en ekki heima hjá mér ;) Ég hef meira að segja verið tiltölulega aðgerðalítil í vinnunni miðað við venjulega daga, þar sem ég hef verið með kennaranema inni hjá mér. Í næstu viku kemur svo annar nemi í áheyrn sem tekur svo við kennslu í vikunni á eftir. í vikunni þar á eftir fæ ég svo þriðja nemann til mín - þannig að það er svona ljúflega mikið að gera hjá mér utan heimilis.

Í síðustu viku var ég meira en lítið utangátta - hef örugglega verið hættuleg í umferðinni svona eftir á að hyggja. Þar komu við sögu söngæfingarnar sem ég minntist á um daginn! Ég samþykkti nefnilega að syngja í afmæli Snædísar vinkonu og Adda mannsins hennar gegn því að þau útveguðu undirleikara. Ég átti nú ekkert endilega von á að það tækist í tíma - en Addi hringdi tveimur dögum síðar og var búinn að plata fyrrverandi vinnufélaga sinn í verkið! Ég og undirleikarinn vorum svo í tölvusambandi og hittumst þrisvar sinnum til að æfa. Mestallan tímann var ég þrælkvefuð og þrælviss um að gera mig að algjöru fífli með að syngja nefmælt fyrir framan fjölda manns.

Ég æfði mig á leiðinni í vinnuna og á heimleiðinni líka - kannski hef ég ýtt á bensíngjöfina í takt - það vill til að Bústaðavegurinn er ekki hraðbraut á mínum ferðatíma! Athyglin var greinilega innilokuð í söngheimum því að á fimmtudaginn fyrir viku pakkaði ég öllu saman af leikskólanum hjá Elmari og fór með hann í pössun til ömmu sinnar, því ég var viss um að það væri starfsdagur á föstudeginum. Sá dagur reyndist hins vegar vera á morgun - svo ég ýtti bara á replay núna seinnipartinn og sá stutti er hæstánægður hjá ömmu sinni núna - annan fimmtudaginn í röð!

Pabbi og Sverrir og fjölskylda komu til okkar á föstudaginn í gistingu. Pabbi var að koma suður í fimmtugsafmæli, svo að á laugardagskvöldið voru Sverrir og Igga bara skilin eftir heima, því afmælið hjá Snædísi og Adda var líka þá.

Jújú - það gekk bara alveg ágætlega að syngja - svo er fólk svo yndislegt að þora ekki annað en að hæla öllu í hástert - þannig að maður er bara þokkalega sáttur við að hafa kýlt á það! Kannski langur vegur frá því að ég var í framhaldsskóla og vildi ólm taka þátt í söngleik - og vera í hárgreiðslunni........allavega sem lengst frá sviðinu! Svona er þetta - en núna er opinberum söngferli mínum lokið í bili....að minnsta kosti þangað til ég er búin að ruslast í að fara í söngtímana sem ég fékk í afmælisgjöf frá Henríettunum! 

Annars er komið nýtt viðfangsefni á heimilið - með öllu óskylt söng! Aron Elís stendur nefnilega í fjáröflun þessa dagana og er að selja klósettpappír, eldhúsrúllur og þvottaefni. Hann er búinn að hringja í ættingja og ganga í nokkur hús með vini sínum, nokkuð gott hjá honum bara!

Honum fannst mamma samt heldur betur gera góðverk með því að senda fjöldapóst á vinnufélagana í skólanum.....og fá fullt af jákvæðum svörum á fyrsta degi!!! Sölvi hafði svo orð á því við kvöldmatarborðið hvort ég myndi ekki örugglega aðstoða hann líka þegar hann færi að standa í fjáröflun!!!

 


Leggja or belg
4 hafa lagt or belg
18.10.2007 22:44:09
Mr snist Elmar vera sigurvegarinn essum leik.
etta lagi GHF belginn
18.10.2007 22:56:16
Segu Slva a hafa engar hyggjur, vi verum rugglega bin me eldhsrllurnar egar a kemur a honum :)
etta lagi Sigurrs belginn
22.10.2007 13:30:43
Sngferill
H Sngfugl
a er alltaf sama hgvrin hj r. Flk var ekki a reyna a vera yndislegt v a etta var mjg flott hj r og g var mjg stolt af r. Flestir a tala um a hvort tlai ekki a rugglega a gera meira a essu. Maur a nta hfleika sem maur fr vggugjf og mr finnst svo sannarlega eiga a gera meira af essu.
Stolt vinkona Snds (sem var lka me hrgreislu og frun)
etta lagi Snds belginn
24.10.2007 20:11:46
Ekki er allt sem snist.
Af v a ert a fjalla um sng ttir a kkja efri linkinn sunni hj henni Gyu frnku ykkar. a er alveg trlegt(lygilegt).
Kveja af noran.
etta lagi Inga Bjrg belginn