Rakel bloggar

 

Endurfundir

Þá er vinnuvikan framundan og fyrr en varir verða komin jól. Sá á bloggsíðu Friðgeirs og Ingu að þau eru farin að telja niður!

Ég var hins vegar í mjög skemmtilegum félagsskap um helgina. Við hittumst vinkonurnar að vestan, ég , Edith, Sigga, Guðrún, Nanna og Ásta. Við erum búnar að tala um þetta nokkuð lengi og dagsetningin var ákveðin fyrir löngu síðan. Guðrún og Jón létu Íslandsferð ársins bera upp á þessa helgi og Jón gisti með krakkana hjá Friðþjófi á meðan við stelpurnar fórum í gegnum skipulagða dagskrá og móttöku á Gamla Rifi.

Sigga var búin að setja niður hugmynd að skemmtilegum degi og huggulegu kvöldi fyrir okkur - sem allt gekk eftir! Við fórum í sauna um borð í fiskibát, fórum í verslunarferð í búðina Blómsturvelli á Hellissandi, borðuðum góðu súpuna á kaffihúsinu og fengum leynigest í heimsókn - sem reyndist vera ljósmyndari sem tók hópmyndir af okkur vinkonunum! Það verður gaman að hvað kom út úr því!

Myndaalbúm, sendibréf og dagbækur vöktu mikla lukku hjá okkur og margt rifjaðist upp síðan fyrir 25 árum eða svo!!! Karókísöngur, skemmtiatriði og samkvæmisleikur voru líka á dagskránni.

Ég var blekkt til þátttöku í leiknum - sem stelpurnar höfðu undirbúið þannig að við Guðrún og Ásta áttum að leika dýr sem sem hinir áttu að giska á hver væru. Hinar voru fljótar að finna út hvað stelpurnar léku en gekk ver með mig. Svo giskuðu þær og giskuðu og grunlausa ég lék og lék....og fattaði ekki fyrr en löngu eftir leikinn að ég hafði verið höfð að spotti.

Svo veittu þær verðlaun þeim sem verst gekk að leika. Verðlaunin reyndust svo vera afmælisgjöfin mín frá þeim - en Edith var sú eina sem komst þegar ég hélt upp á afmælið mitt í haust! Þær höfðu sem sagt plottað allt saman og ég sem er nú vön að sjá allt svona plott fljótt og örugglega kom alveg af fjöllum!

Við sváfum svo allar í einni flatsæng í kaffihúsinu ......en sváfum reyndar ekkert út því Nanna þurfti að taka Baldur klukkan 11 og Sigga skutlaði henni í Stykkishólm.

Virkilega skemmtilegt!!!


Leggja or belg
10 hafa lagt or belg
08.10.2007 16:51:25
Svakalega hefur etta veri skemmtilegt hj ykkur ;) Hittumst vonandi rktinni einhvern daginn en nna aferafri hug minn.
etta lagi Srn belginn
09.10.2007 16:33:20
innlit
Sl granni og frnka,

Ekkert sm krttaraleg mynd af ykkur feginum :)
Og enn svona krttleg
kveja,
Gya Bjrk
etta lagi Gya Bjrk belginn
10.10.2007 18:32:18
Sm kvart
Eftir a settir inn essa stu mynd af ykkur feginum er san n svo feit a g arf a skrolla fram og til baka til a geta lesi hana. Fyrir utan a sjlf skyggir alltaf textann njustu frslunum. Er g ein me etta vandaml?
etta lagi Marta belginn
10.10.2007 22:14:23
Kvarta lka
etta hefur veri frbr fer, svona verur maur a gera, til a f sm fr.
En g arf lka a skrolla fram og til baka.
etta lagi Igga belginn
11.10.2007 22:06:37
Hver er essi Baldur?
arft a laga myndina, vi erum bin a n essu me pungskfuna!


etta lagi Sverrir belginn
11.10.2007 22:54:28
Mn tlva er alveg me allt hreinu.....ekkert skroll ar! Hva segir vefstjrinn minn?
(g er sko bi me vefstjra og sklastjra)
etta lagi Rakel belginn
11.10.2007 22:56:13
- Sverrir, v gat etta ekki veri Akraborgin!
etta lagi Rakel belginn
14.10.2007 22:41:03
Skrolli og orabelgurinn
minni tlvu arf a skrolla ar til orabelgurinn hefur veri opnaur - skreppur textinn saman!
etta lagi Nna belginn
18.10.2007 12:37:50
egar mynd er svona str sprengir hn utan af sr. egar Rakel verur hins vegar bin a blogga meira frist pungskfufrttin t af forsunni og er ekki lengur vandaml ;)
etta lagi Sigurrs belginn
18.10.2007 20:33:16
..en hn er v miur svo upptekin af v a undirba jlin a hn hefur engan tma til a bloggast!
etta lagi Marta belginn