Rakel bloggar

 

Þrjóskupúkinn....

Loksins!!!!! Titill myndarinnar hefur þegar verið skráður á þessum síðum......!

Hafði myndina stóra - svo pungskafan sæist örugglega - við feðginin vorum hvort eð er hvorugt hrukkótt á þessum árum ! En einbeitt erum við bæði!

 

Raka_pung.jpg


Leggja or belg
5 hafa lagt or belg
02.10.2007 00:03:17
Vá ég er nú bara hissa hvað Margrét Edda er lík þér á þessari mynd. Ég sem hélt að hún væri lík mér.
etta lagi Inga belginn
02.10.2007 20:05:09
Það er svo undarlegt með unga menn......
etta lagi GHF belginn
03.10.2007 09:02:24
Þetta er dásamleg mynd! Það var nú sú tíðin að haustið var tími pungaraksturs og fleiri verka af sömu rót en hún er nú bara orðin að minningu - allir góðir siðir aflagðir.
Kveðja
etta lagi Nína belginn
03.10.2007 10:30:57
Að taka slátur
Já, sennilega er fólk hætt að skafa punga en það er enn tekið slátur á flestum betri heimilum landsins, er það ekki? he he he
etta lagi Sverrir belginn
04.10.2007 08:24:53
Jú, auðvitað tekur maður slátur, hvað annað! En það er orðinn nokkuð langur vegur frá sláturgerð fyrri ára þegar allt kom "beint af skepnunni" til þess að vera nokkrir frosnir klumpar í pappakassa sem eru sólarhring að þiðna. Sem betur fer má enn fá ósaumaðar vambir, því þó það taki smátíma að sauma er það nú einu sinni "partur af programmet" svo vitnað sé í heimsbókmenntirnar.
etta lagi Nína belginn