Rakel bloggar

 

Strķšiš viš smįhlutina

Ég hef áður skrifað um að rykið eigi upptök sín á mínu heimili. Stríð mitt við rykið varir enn en þar hef ég að vísu ryksuguna háværu mér til aðstoðar- svo fólkið í næstu götu veit alltaf þegar rykið hefur tapað orrustu!!

Það er hins vegar í uppsiglingu nýtt stríð - stríðið við smáhlutina. Á heimilinu falla nefnilega til ótal litlir hlutir - bæði úr fórum fullorðinna og barna - sem enginn hefur gagn eða gaman að og fæstir vita til hvers eru notaðir. Nú er svo komið að ef ég sé þessa litlu hluti læt ég þá flakka beint í ruslið ef fyrsti viðmælandi minn á heimilinu veit ekki hvaðan hluturinn er ættaður.

Yngsti maður er auðvitað sá sem fyllti mælinn eins og oft áður. Koppar og kytrur hafa nefnilega fengið að vera að mestu leyti í friði hjá eldri bræðrunum þannig að litlu smáhlutunum var hægt að sópa saman í dunka og körfur og þar voru þeir.......þar til nýlega! Stubbur tæmir úr hverjum kassa marg oft á dag, sópar og dreifir úr öllu saman og hleypur svo með dótið sem hann velur sér upp í stofusófa eða á þann stað í húsinu sem ekki er þakinn dóti.

Stofan er mín - og þar vil ég ekki hafa barnadót!!!! Ötul ber ég dótið jafnóðum niður aftur - með eða án aðstoðar skæruliðans. Í dag tók ég svo kúst og sópaði öllu dóti út úr herbergjum yngri drengjanna og hóf svo að sortera. Úff hvað var gott að geta látið heilt gúff af smáhlutum vaða í ruslið. Betur má þó ef duga skal og svo er líka eitt - það bætist sífellt í skörðin! Sætar afmælisgjafir geta orðið að martröð mömmunnar!! Það er svo sem voða gaman að setja saman þessa kalla........í fyrsta skipti.......ekki þegar er búið að tæta þá aftur í sundur og týna nokkrum SMÁHLUTUM úr !!!!!!!!!

Ég held að ég sé að verða svona frænka sem gef bara mjúka pakka eða bækur að gjöf!!

Annars er það að frétta að ég fór í fertugsafmæli hjá Kristínu vinkonu minni á Flúðum á laugardagskvöldið. Feikna fjör þar og Rúnni Júll að spila seinna um kvöldið! Gisti svo í sumarbústað hjá Guðrúnu og Gumma og keyrði í bæinn um miðjan dag.

Vinnuvikan framundan og úff já söngæfingar.......segi meira frá því seinna!

 

ps. Ekkert gengur að setja myndir með færslunum - eitthvað bogið við mína síðu - það virðist ganga vel hjá öllum hinum.  Má hins vegar vera dugleg að blogga á næstunni til að þoka dónalegu fyrirsögninni neðar á listann hjá betra.is!!!!


Leggja orš ķ belg
4 hafa lagt orš ķ belg
30.09.2007 23:27:16
Vona bara aš žaš hafi veriš žokkaleg sturta ķ bśstašnum..
Žetta lagši Marta ķ belginn
01.10.2007 08:20:34
Veršur spennandi aš fylgjast meš söngęfingunum!
Žetta lagši Nķna ķ belginn
01.10.2007 10:49:12
Tęknimašurinn
Ég skal kķkja į myndamįlin ķ dag.
Žetta lagši Jói ķ belginn
01.10.2007 15:18:27
...kubba hvaš?
...mį mašur žį ekki gefa strįkunum tęknikubbasett ķ afmęligjöf?

p.s. Ég skal lįta žig vita žegar viš komum ķ kaffi nęst, ekkert aš marka konuna.
Žetta lagši Sverrir ķ belginn