Rakel bloggar

 

Ditten og datten!

Nú er ég orðin íslenskukennari í ævistarfinu og tek mér því það bessaleyfi að sletta látlaust . Svona rétt eins og Megas, sem fékk eins og menn muna viðurkenningu á degi íslenskrar tungu fyrir nokkrum árum, fyrir að leggja rækt við móðurmálið!

Þegar ég var lítil notaði ég fullt af svona orðum sem hafa örugglega þótt skrýtin í jafnaldrahópnum. Ditten og datten, hist og her, kómískt, tragískt, og fleiri orð voru þeirra á meðal - Sigga frænka man örugglega eftir einhverju furðulegu sem ég hef sett inn í orðaforða minn á þeim tíma.

En það var nú alls ekki þetta sem ég ætlaði að blogga um í kvöld! Heldur varð fyndin saga úr ævistarfi Friðgeirs bróður (sama og mitt..) til þess að ég fór að rifja upp skemmtileg móment úr mínu ævistarfi. (Hér vantar link á síðu Friðgeirs svo þið getið lesið söguna - en ég kann ekki að setja linka á forsíðuna svo vel sé...... það kemur seinna)

Ég hef nefnilega alltaf sagt að þessar litlu uppákomur, fyndin tilsvör, fáránlegar spurningar, misgáfuleg prófsvör, lélegar afsakanir og saklausar ástarjátningar, allt þetta, er það sem gefur þessu ævistarfi gildi!!!!

Ég geymi enn miða frá nemanda úr 3. bekk,  þar sem beðið var um að nemandinn fengi að vera inni þann daginn - undirskrifað með nafni föðurins en skrift nemandans! Einu sinni hringdi nemandi sig inn veikan, en þrasaði töluvert við ritarann, því barnið sagðist vera móðirin!

Ég var að taka til í pappírum í vinnunni um daginn þegar lítill miði frá Goldfinger datt á gólfið. Þá rifjaðist upp fyrir mér þegar einn lítill í 3. bekk var mjög upptekinn af þessum stað og þennan miða hafði ég gert upptækan á sínum tíma. Kunni ekki við að henda honum í ruslið þá - ekki heldur núna svo ég stakk honum í vasann.

Gat svo aftur brosað þegar ég fór að setja í vél og tæma vasana! Eins gott að Þrándur var ekki á þvottavaktinni - það hefði nú bara getað misskilist!

 


Leggja or belg
4 hafa lagt or belg
24.09.2007 16:32:51
Tinna er greinilega skyld þér með sinn ótrúlega furðulega orðaforða ;O)

Hilsen úr rjómablíðunni
etta lagi Áslaug Ýr belginn
24.09.2007 19:47:27
Alltaf erum við í stíl, Rakel mín. Á mínu heimili lærði ég líka að segja ditten og datten, hist og her og fleira sniðugt.
Enda vorum við pottþétt andlegir tvíburar þarna "þegar við vorum litlar saman"... ;)
etta lagi Sigurrós belginn
26.09.2007 18:31:19
Hvað er þetta á þér?
Ja for helvede!
Það er alveg rétt hvað börnin geta verið blátt áfram.
Einu sinn var ég spurður af nemanda í 1.bekk,"Vilt þú hafa svona gular tennur?"
Ég eyddi nokkrum frímínútum í að skoða tennurnar mínar og ákvað svo að bæta einni burstun á dag við prógrammið.
etta lagi sverrir belginn
26.09.2007 19:25:53
Linkur á Friðgeir
Ég ætla að svala forvitni þeirra sem langar að lesa söguna um Friðgeir. http://www.123.is/ingab/
Þetta var skrifað 21.9 undir Kennsla.
etta lagi inga belginn