Rakel bloggar

 

Sambandsleysiš

Við erum búin að vera símasambandslaus að mestu undanfarnar vikur. Ekki svo að skilja að það megi herma það upp á símafyrirtækið okkar í þetta skiptið, heldur gafst símtækið okkar upp eftir að hafa verið í andarslitrunum þó nokkuð lengi.

Við áttum ágætis síma sem er búinn að virka nokkuð lengi, þrátt fyrir föll og skelli. Fítusarnir hafa þó smátt og smátt verið að gefa sig, lengi vel var ekki hægt að sjá hverjir hefðu hringt, svo var ekki hægt að hringja í númer sem í var 0 og 7, fyrir tveimur vikum síðan hættum við að geta hringt í nokkurt númer og í eina viku hefur enginn getað  hringt í okkur heldur!

Við höfum ekki haft tíma til að skoða símtæki og varla komist svo langt að taka ákvörðun um gerð og gæði.

Eftir vinnu í dag fór ég loks á stúfana, enda ekki hægt að hafa drengina eina heima á daginn án þess að geta hringt og látið vita af sér.

Ég fór í ónefnda verslum sem selur símtæki og varð pínulítið hugsi eftir búðarferðina. Drengurinn sem afgreiddi mig gat lítið sagt mér um símtækin sem voru til sölu í búðinni og ef ég spurði um eitthvað þá byrjaði hann að lesa utan á umbúðirnar í fáti til að finna svörin.

Hann sagðist að lokum ekki skilja af hverju fólk gæti ekki haft upplýsingar á ensku utan á pakkningunum og spurði hvort ég væri góð í dönsku eða þýsku.

Ég taldi mig geta klórað mig fram úr þeim tungumálum - en sá fljótt að  þar sem hann var að leita, var ýmist verið að skrifa á arabísku, hollensku og pólsku!

Það sem gerði mig hugsi eftir búðarferðina var, að nú er hægt að fá vinnu alls staðar! Ekki virðist þurfa neina sérstaka kunnáttu, ekki eru gerðar neinar kröfur!!

Ég gerði þó eina kröfu um símtækið sem ég ætlaði að kaupa, þ.e. að það sýndi klukkan hvað hringt hefði verið í símann. Drengurinn fyrrnefndi kvað að svona ódýr tæki (tæpar 8000-) væru ekki búin slíkum búnaði!!

Ég nennti þá ekki að spá frekar í þetta og hugsaði með mér að ég þyrfti svo sem ekkert að vita klukkan hvað fólk hringdi í mig og skellti mér á þennan fína Siemens síma, með tveimur tólum. Hann er í hleðslu núna og á morgun erum við aftur komin í samband!!

Ég get svo ekki betur séð en að síminn gefi upp allar tímasetningar!!!!

Kannski ég droppi við og segi vini mínu frá þessu!


Leggja orš ķ belg
1 hefur lagt orš ķ belg
16.09.2007 21:20:35
Hvaš er žetta, Rakel - ertu virkilega ekki fęr um aš lesa pólskuna? ;)

ódżri Siemens-sķminn okkar sżnir einmitt allar tķmasetningar (og fęst einnig tvķtóla...) Ętli viš séum žį ekki bara meš eins sķma nśna? :)

Ein vangavelta aš lokum, ég bżst fastlega viš aš hinn "sérfróši" starfsmašur ķ ónefndnu bśšinni sé į hęrri launum en viš kennaralufsurnar... enda mun mikilvęgara starf aš selja vörur į fęribandi įn žess almennilega aš vita hvaš leynist innan ķ pakkningunum heldur en aš mennta ęskulżšinn... Bara svona aš spį!
Žetta lagši Sigurrós ķ belginn