Rakel bloggar

 

Fullbókað!

Það er ótrúlega mikið að gera hjá öllum þessa dagana. Ef maður á börn þá er órtúlega, ótrúlega mikið að gera!!!

Í síðustu viku var bekkjarskemmtun hjá fyrstu bekkjunum í Fossvogsskóla. Allir mættu stoltir að horfa á ungana sína syngja og skoða afrakstur þemavinnu hjá þeim. Núna í dag voru flaututónleikar hjá sömu krökkunum, aldeilis frábær sýning hjá þeim og öldnum kennara þeirra, sem leyfir þeim að spila flott lög ef þau geta - ekki bara auðveld! Sölvi er bara nokkuð seigur á flautuna, það er jú nokkuð létt að gera feilnótur með 6 ára puttunum! Honum tókst allavega að forðast það!

Á meðan við vorum á tónleikunum voru Þrándur og Aron á uppskeruhátíð handboltans hjá Víkingi. Í næstu viku á svo Sölvi að fara á lokahátíð Íþróttaskóla Víkings........ og finnst bara "hjúkk" að þar þarf hvorki að syngja né spila!

Vorhátíð Fossvogsskóla verður haldin á laugardaginn. Mikið húllum hæ!

Svo er foreldraviðtal á leikskólanum hjá Elmari á þriðjudag.............

................bíddu er þetta örugglega allt?


Leggja or belg
2 hafa lagt or belg
17.05.2006 22:24:58
Og þetta er bara það sem börnin þín eru að gera! Þá er óupptalið allt sem um er að vera hjá nemendum þínum! Já, það verður sko gott að komast í sumarfrí :)
etta lagi Sigurrós belginn
18.05.2006 10:24:03
Jebb, kannast við þetta..... lúðrasveitartónleikar (tvennir) kórtónleikar, hestaíþróttamót, fótboltamót.... nefndu það. Ég er í fullu starfi við að fylgja börnunum eftir.
etta lagi Bryndís belginn