Rakel bloggar

 

Byrjunin

Einhvers staðar verður maður að byrja eftir svona langa andlega ritstíflu! Skýringin á bloggleysinu felst að miklu leyti í ævistarfinu, sem núna snýst um kennslu 6 ára barna. Oft er sagt að kennarastarfið sé svo gefandi - já mér finnst það meira segja alveg uppgefandi!

Vetrarrútínan á heimilinu er óðum að taka á sig mynd, hef þó ekki enn komið reglubundinni hreyfingu fyrir mig inn í planið. Mesta hreyfingin þessa dagana er ef maður fær stæði langt frá skólanum!!

 Sölvi er enn á biðlista í heilsdagsviðverunni og er því á heimleið um tvöleytið - enn of ungur til að vera einn heima. Var sendur með lykla einn daginn en stóð grátandi á tröppunum dágóða stund, því hann fann ekki vasann sem lyklarnir voru í!! Vonandi rætist úr þessum gæslumálum sem fyrst!

Aron er ánægður í Réttó! Búinn að fara í fermingarfræðslu og syngja Djúp og breið með Pálma presti. Gelar hárið a.m.k. einu sinni á dag og þarf að fara að eignast hettupeysu sem er ekki keypt í Hagkaup.

Elmar er sjálfum sér líkur.........!

Svo má nú alveg fara að hætta að rigna......!

 Vonandi kemst ég núna í gírinn!

 


Leggja or belg
7 hafa lagt or belg
04.09.2007 05:45:04

etta lagi Áslaug belginn
04.09.2007 05:47:43
Hólý mólý, Aron að fara að fermast!! Djö... er maður orðin gamall ;O) Fínt hjá þér að panta gistingu með svona löngum fyrirvara, það eru einmitt tvær lausar helgar eftir tvö ár ;O)
etta lagi Áslaug Ýr belginn
04.09.2007 10:15:57
Gott að þú ert vöknuð til lífsins aftur... farin að sakna þín úr netheimum! Þú ert einfaldlega bara svo skemmtileg lesning ;)
etta lagi Margrét Arna belginn
04.09.2007 16:43:10
Loksins!
Já, það er törnin í byrjun sem er uppgefandi, svo verður þetta aftur gefandi. Svo koma foreldraviðtöl og ýmsir viðburðir sem eru líka uppgefandi fyrir kennarann.
Fólk þarf að passa sig að misskilja ekki þetta orð!
Minn skilningur á orðinu er að kennarinn legst uppgefinn upp í sófa þegar hann kemur heim(ef hann á engin börn)!
etta lagi Sverrir belginn
04.09.2007 18:01:55
Jibbí, It's alive!!!
etta lagi Marta belginn
06.09.2007 22:35:49
gott að fá þig til baka í bloggheima, þú mátt ekki hætta nú erum við loksins orðnar netfrænkur. Nú átt þú bara eftir að mæta í ræktina til Diddu, tímarnir eru eins góðir og þeir voru í fyrra. Reyni að mæta á morgun en lofa engu - alltaf að læra! haha
etta lagi Særún belginn
07.09.2007 17:13:53
Já, hettupeysufárið hefur líka haldið innreið sína hér og þær eru til í öllum mögulegum og ómögulegum litum og að sjálfsögðu ekki úr Hagkaup nema ef vera skyldi að þeir væru með útibú í Danmörku eða Lettlandi þar sem flestar voru keyptar ;)
etta lagi Bryndís belginn