Rakel bloggar

 

Toppuð

Þegar ég var 18 ára dvaldi ég í eitt ár sem barnfóstra í Þýskalandi. Dvölin var mjög skemmtileg og gefandi fyrir mig, þó að ekki hafi nú sambandið við fjölskylduna haldist gegnum árin - en það er nú önnur saga.

Við vorum nokkrar stelpur frá ýmsum löndum sem héldum saman, en ein þeirra vann fyrir ritstjóra virts dagblaðs í borginni. Blaðakona á dagblaðinu sýndi áhuga á að taka við okkur viðtal um þetta starf okkar sem barnfóstrur á erlendri grundu.

Viðtalið fór fram á heimili ritstjórans og virtist í alla staði mjög óformlegt. Ekki man ég eftir segulbandi eða slíku en óljóst eftir minnisblokk og penna. Blaðakonan spurði út í líf okkar í heimalandinu og svo spurði hún hvað við hefðum heyrt um Þýskaland áður en við komum þangað.

Ég man nú ekki hverju hinar svöruðu en sjálfsagt hefur engin okkar haft orðaforða eða treyst sér til að tala um heimstyrjöld eða helför, en ég mundi eftir "brandara" sem ég hafði heyrt, sem sagði að Þjóðverjum þætti vænna um hundana sína en börnin sín.......

Óvön gulu pressunni lét ég hann flakka í lok alls annars sem ég sagði.....

Fyrirsögn blaðakonunnar var þessi: Þjóðverjar elska hundana sína meira en börnin sín. Þeirrar skoðunar eru Íslendingar að minnsta kosti....

Ég fer nú ekkert út í dramað sem þetta viðtal olli hjá fjölskyldunni sem ég kallaði mína á þessum tíma. Það hefur heldur enginn tekið blaðaviðtal við mig síðan, svo ég hef ekkert getað notað reynsluna........en..........nú hef ég verið toppuð!!!

Las viðtal við þýska stúlku í sunnudagsmogganum. Hún er skiptinemi í Háskólanum og ber okkur ekki góða sögu. Samkvæmt viðtalinu er ekkert gott hér. Við erum miklir rasistar, því er lýst nokkuð fjálglega og svo er kennslan heldur ekki góð ...........! Einhvernveginn allt fyrir neðan allar hellur!

Þá er það bara spurningin: Sagði stúlkan þetta svona eða setti blaðakonan þetta svona á blað?

 

 


Leggja or belg
11 hafa lagt or belg
29.07.2007 21:11:00
Hahahaha!
Æ, það er svo gaman að hlæja að óförum annarra ;) Þetta hefði líka verið týpískt fyrir mig, að segja eitthvað sem ég hefði ekki fattað hvernig kæmi út og dauðsjá eftir því eftir á...
etta lagi Sigurrós belginn
31.07.2007 23:29:26
Já það er vissara að passa sig og segja alls ekki of mikið.
Hlakka til að hitta þig fljótlega!!!híhíhí!!
etta lagi Særún belginn
02.08.2007 11:13:01
Eine kleine
Hí hí

Velti því fyrir mér hvort einhverjir tungumálaörðugleikar hafi verið á ferðinni, eða bara einn af þessum neikvæðu dögum á pressunni?
etta lagi Rebekka belginn
03.08.2007 19:43:33
...og ertu hissa á að sambandið við fjölskylduna hafi ekki haldist !!??!!
etta lagi Marta belginn
07.08.2007 22:41:58
Sá að maður er ekki maður með mönnum í þessari ætt nema halda út blogg-síðu. Bara svona til að vera með og vita eitthvað hvað er gerast í famelíunni.
etta lagi Friðgeir og Inga belginn
12.08.2007 11:14:59
Flott afmæli
Takk fyrir síðast!!! Þetta var nú meiri veislan hjá þér, hrikalega flott, góður matur og þú toppar náttúrlega öll afmæli með því að syngja svona flott sjálf. Frábært - takk fyrir mig!
etta lagi Særún belginn
14.08.2007 08:36:20
Til hamingju með afmælið kæra frænka þó seint sé! Bestu kveðjur.
etta lagi Nína belginn
15.08.2007 23:12:34
Tek undir með Særúnu, söngurinn var alveg hreint magnaður! Ég bíð spennt eftir plötunni sem þú gefur út eftir söngtímana ;)
etta lagi Sigurrós belginn
17.08.2007 06:39:31
Til lykke!
Til hamingju með daginn um daginn :O) og til hamingju með að vera búin að kaupa tjaldvagn, minn er eitt af því sem ég sakna mest frá íslandi :O)
Hilsen Áslaug og co.
etta lagi Áslaug Ýr belginn
21.08.2007 21:53:57
Hvar ertu mín kæra? Ég bíð spennt eftir afmælisbloggi.. og myndum, þar sem ég missti af herlegheitunum!
etta lagi Marta belginn
27.08.2007 23:14:43
hvar eeeertuuuuuu?????????

etta lagi Særún belginn